Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 105
BÚNAÐAKKIT
97
4. Blaðdúfrifað, 37. mynd: blaðstýft, rifa í miðjan
stallinn (4).
5. Blaðstíiftvírifað, 39. mynd: blaðstýft, rifa niður með
hærra blaði og í miðjan stúflnn (stallinn), (5).
6. Blaðstýfrifað, 38. mynd: (= biaðrifað) blaðstýft, rifa
í niður með hærra blaðinu (3). — Nafnið blað-
rifað er villandi, bendir til að rifan sé í blað, en
svo er ekki.
7. Blaðstýft, 36. mynd: blað styfið; er gerð heilrifa
að eins utan við broddinn, þeim megin sem stall-
urinn á að koma, og minna blaðið tekið þvert af
við botn riíunnar (2). — Sé sjálfur broddurinn
ósnertur (eins sé Jaðrað), er hann ónæmari fyrir
nuddi af horni, og markið fer betur á eyranu. Eigi
að gera rifur í stallinn (4—5 m.), má láta frum-
bragðið (heilrifuna) lítið eitt hallast, svo að stall-
urinn verði breiðari.
8. Blaðtvístýft, 47. mynd: blað tví styflð; gert eins og
7. mark, síðan rifa í stallinn 1 sm. djúp, og það
litla jaðarblað styfið við botn hennar; verða 2
stallar í lægra blaðið, eins og í Þristýft (4).
9. Bragð, 99. mynd: (= hnífsbragð, þverskora); gert
þverbragð í jaðarinn 1. sm. inn í eyrað, að eins
látið halla fyrra bragðið, en rétt við með innanúr-
tekningarbragðinu, svo ekki grói saman; verður
þá þverbein rifa í jaðarinn (2). Úrtekningin er höfð
svo lítil, sem minst verður svo opið sé (svo sem
2 mm. = */6 úr sm.). Sama lag er haft á öllum
rifum, nema þeim sem gerðar eru í heilan brodd
(heilrifur, vaglrifur); þær eru lengri (2aA—3 sm.)
og nægir þá oftast að bretta blöðin hvort frá öðru
og strjúka hárin fyrir sárið, svo ekki grói saman.
10. Fj'óður, 98. mynd: (= standfjöður); gert er bragð
með hálf-halla (mitt á milli láréttu og lóðréttu)
niður og inn í jaðarinn, Ú/a sm. að lengd; svo
numið úr ofan við það, svo ekki grói saman, alt
7