Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 122
114
BÚNAÐARRIT
Strandas. (austan Bitrufjarðar) o. s. frv. Sé sammerkt
við fleiri en eitt skrársvæði, er sett t. d. [s Á. M. Sk.
o. s. frv. Athugaverðra námerkja sé einnig getið, t. d.
Lögg aft. [Bit St. — Sneiðtvírifað aft. [Sneiðr. B., og
þvíl. Þetta skerpir athygli við skrárdrátt (töfludrátt) í
réttum, og er til athugunar fyrir markeiganda og næsta
skrársemjara.
Sé mark, sem stendur í skrá næsta héraðs, flutt úr
því í það hérað, sem verið er að semja skrá fyrir, skyldi
það einnig sýnt, t. d. [úr M., úr Sk. o. s. frv. Sama
merki má nota, ef sammerki í næsta héraði er lagt niður
(ekki notað), eða réttlaust þar (tekið upp ofan í skrá
hins). — Sé þetta sýnt, er víst að draga ber þeim manni,
er markið á í skránni, sem merkið er við, en ekki hinum.
Yandvirkni og sameiginlegri reglu á útgáfu marka-
skráa ætti að mega koma á, ef stjórnarvöld þau (sýslu-
nefndir) er með það fara, vilja ljúfan á leggja, enda þótt
engin lagaskipan komist á markamálið. En gangi svo til
enn, að engin samvinna né umskeyting eigi sér stað um
slikt, og sé því gefnar út skrár sama ár í nálægum fjár-
samgangnahéruðum, og alt látið flakka, sem sent er til
upptöku í þær, jafnvel sammerki ofan í gömul notuð
mörk í næsta héraði, þá má búast sífelt við fjölda nýiTa
sammerkja í hverri skrá, eins og reynslan heflr sýnt. Þá
er enginn óhultur um mark sitt né fé.
En nú er verð sauðfjár orðið svo hátt, að allmikill
bagi getur hlotist af misdrætti og misförum kinda er af
honum leiðir. Nú er ær með dilk víða á landinu orðin
nálægt 50 króna virði að haustlagi. Getur því munað
eigandann að tapa henni fyrir misdrátt. Því er þörf á
að vanda bæði mörkun og markaskrár, og útrýma sam-
merkjum, er baga geta valdið.