Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 129
BÚNAÐARRIT
121
Á Snæfellsnesi var hroBsum gefið fram yfir miðjan maí, kind-
um fram í fardaga og kúm fram í 9. viku sumars.
Á Norðurlandi byrjaði sumartíðin öllu fyr en hér syðra, eða
um og eftir miðjan júní.
Á Austurlandi hlýindatíð frá maibyrjun til hvitasunnu, en þá
brá til kulda, svo allur gróður dó sem kominn var.
S u m a r i ð. Um Suðurland og Vesturland gerði hlýja votviðra-
tið um miðjan júlí, tók þá óðum að spretta. Héldust þá stöðugir
óþurkar um 3 vikna tíma. 9. ágúst brá til norðanáttar og var
þurkasamt og fremur kalt það sem eftir var sláttar.
í uppsveitum Borgarfjarðar sífeld norðanrok og margar frost-
nætur í ágúst. Síðari hluta september byrjuðu miklar úrkomur.
Á Snæfellsnesi sunnanverðu mátti heita að rigndi bæði nótt
og dag í þriggja vikna tíma, frá því um miðjan júlí til 9. ágúst.
Á norðanverðu nesinu voru óþurkarnir nokkru minni. Eftir þenna
tíma kom hagstæð heyskapartíð, er hélzt í 5 vikur. Um miðjan
september brá aftur til stórfeldra rigninga og kulda.
Á Vestfjörðum byrjaði haustveðrátta með september, snjóaði
í fjöll í hverri viku.
Á Norðurlandi var ágæt sprettutíð siðari hluta júlí og fyrri
hluta ágúst. Með liöfuðdegi brá til óþurka í Eyjafirði, nokkuru
fyr þar norður undan.
Á Austurlandi þurkar og góðviðri til 8. ágúst. Eftir þann
tíma regn og stormur, snjóaði oft í fjöll. Eftir miðjan september
féll mikill Bnjór, svo víða varð jarðlaust.
Einmunagóð sumartíð í Mýrdal fram í septembei'.
Haustið og veturinn til nýárs. Veturinn gekk í garð
með októberbyrjun hér syðra, viku fyr norður undan, og mátti
heita óslitin harðindaskorpa um alt land til jóla, enþákombati;
árið kvaddi með þýðu og blíðviðri.
Venjulog haustverk að miklu leyti óunnin vegna frostanna:
Á Austurlandi jarðlaust frá nóvemberbyrjun til jóla vegna
snjóa og áfreða.
í Árnessýslu ofanverðri féll ekki snjór til muna fyr en seint
í nóvember, svo að sauðfé komst ekki á gjöf fyr en soint í þeim
mánuði; en eftir það haglaust til jóla.