Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 133
BÚNAÐARRÍT
125
fé síðast gefið i Strandaeýslu. IJm baustið reyndÍBt fé með lak-
asta móti til frálags.
í Ey.jafirði nægar fóðurbirgðir og gekk fé vel undan vetrinum.
í Norður-Þingeyjarsýslu fenti fé og fór í hættur í stórhríðun-
um í byrjun október.
í Breiðdal voru kýr teknar inn 1. október og fullorðið fé
víðast komið á gjöf mánuð af vetri.
í Mýrdal misjöfn fénaðarhöld. Þeir sem áttu vothey, eða gáfu
lýsi með hinu hrakta heyi, urðu vel úti; fénaðarhöld hjá þeim i
hezta lagi. Hjá hinum var lambadauði talsverður og óhreysti i fénaði.
Engir kvarta um verulegt tjón af bráðapest, þótt hcnnar hafi
orðið vart á stöku stað, enda er bólusetningin talin sjálfsögð
nú orðið.
Aflabrögð.
FÍBkigengd mikil hér við land, en gæftir miður góðar. Sjaldan
róið á haustvertiðinni.
Vélbátar fiskuðu allvel í Sandgerði, 180 skpd. mest á bát,
60—70 skpd. minst.
Á Akranesi aflaðist töluvert á opna báta.
Lúðuveiðar óvenjulega miklar fyrri hluta maí.
í Staðarsveit var fiskafli hinn bezti sem verið hefir um mörg
ár, en byrjaði eigi fyr en með júní. Þann mánuð út voru róðrar
stundaðir og frain í byrjun júlí. A þeim tíma urðu hlutir alt að
1200 hæst.
Við ísafjörð varð þorskafli i fullu meðallagi, bæði á bátum og
þilskipum.
Þorskganga kom inn á firðina við vestanverðan Húnaflóa í
byrjun ágúst, inn í hvern fjarðarbotn að kalla. Náðu allmargir
i nokkurn afla til búsílags. Síldarveiði góð seint í júli á Bitru.
Öfluðu Bitrungar talsvert í net til skepnufóðurs.
Á Austfjörðum var nægur fiskur fyrir, en ógæftir til baga.
Töpuðu þar margir á sjávarúthaldi.
Úr Mýrdal er skrifað, að sjávarafli hafi verið orðinn sama
sem enginn þar við ströndina i byrjun ófriðarins, ollu því botn-
vörpungar, er þar héldu sig í stórhópum. Siðan hefir afli glæðst
með ári hverju. Hlutir á vetrarvertíð urðu 200—300, og nógur
afli i alt vor, eftir þvi sem við varð komið að nota sér hann.
Sildarveiði brást þvi nær algerlega umsumarið; einstaka skip
aflaði vol i reknot.