Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 27
BÚNAÐARRIT
19
þegar, vegna þess aö eg vona að þær geti vakið ein-
hverja til íhugunar og tilrauna, er annars kynnu að slá
þeim á frest.
Til hægðarauka þeim er þessu kynnu að sinna skal
eg að endingu koma hér með nokkrar bráðabirgða regl-
ur um slátt, samhljóða því sem að framan er sagt.
Þær eru miðaðar við slatt á sléttu túni, í meðallagi vel
sprotnu:
Lengd orfsins fyrir neðan neðri hæl sé hæð sláttu-
mannsins margfölduð með 0,58. (Reynist það of langt,
þá sé hæðin margfölduð með 0,56).
Lengd efri hæls sé hæð sláttumannsins margfölduð
með 0,16.
Lengd milli hæla sé mjaðmabreidd sláttumannsins að
viðlögðum 9 cm.
Steypingin sé 40°.
Ljárinn sé að minsta kosti 60 cm fyrir egg (12 gata
ijár) og að eins 1 cm. bil milli blaðs og þjós.
Úrrétta 94°.
Skárabreidd sé um 140 cm.
Ljáfarsbreidd sé um 28 cm.
Ljafarstími sé um 1,2 sek.
Anda djúpt og reglulega, svo að 3 ijáför komi á hvert
andartak.
Gera skal kastið á orfið með vinstri hönd þegar ljár-
inn tekur skárann, en stýra með hægri.
Aldrei skal reiða orfið hátt.
Færa skal fót við hvert Ijáfar, hægri fót fyrir.
Ganga skal svo á orfið, að ljárinn njóti lengdur sinnar.
Stórhólmasláttur er drýgstur.
Læra skal að brýna af þeim sem kann, og gæta þess
að brýna ekki of lengi.
Vænsta ráðið til að komu slættinum, eins og raunar
ýmsum öðrum störfum, í betra horf og gera hann að
almennu áhugamáli held eg væri það, að taka hann í
iþróttatölu. Margar af þeim íþróttum sem menn unna
*2