Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 118
no
búnaðarrit
að hafa naut og kálfa í afréttum á sumrum, er litið’
um eyrnamörkun á nautgripum, en marka má þá ílest-
um sauðfjármörkum.
Ein og sama regla ætti að gilda um skrásetning marka
um land alt. Yil eg leyfa mér að skýra hér frá hver
aðferð höfð var við „markaskrá fyrir landnám Ingólfs
Arnarsonar" 1917; því eg hef ekki séð annað marka-
skrárform, er mér virðist bet.ur fara, og mætti vel vera,
að aðrir vildu nota það eða annað likt. — En fyrst
skal á það bent, að til þess að nægilega rúmur tími sé
til að fá lagað ýmislegt, sem í ijós kemur við söínun
marka að í bág fer hvað við annað, er nauðsynlegt,
að ársfrestur sé frá því markasöfnun er boðuð, til þess,
er skráin á að vera fullbúín til notkunar. Því er gott,.
að boða markasöfnun t. d. í haustréttum, og só mörkin
komin til skrársemjanda um áramót. Hefir hann þá.
síðari vetrarmánuðina til að athuga sammerki og baga-
leg námerki, og gera sendendum markanna aðvart um
það er lagfæra eða breyta þarf. Að öllu slíku komnu í
lag, er raðað í skrána á útmánuðum, hún prentuð fyrri
hluta sumars, og útbýtt um miðsumar, svo komin sé
um alt héraðið og nágrenni þess fyrir næstu réttir.
Markaskrársvæðin ættu, svo sem kostur er, að miðast
við náttúrlegar tálmanir fyrir sauðíjársamgöngur (stórár,
vötn, firði, jökla), án þess að binda þau við sýslnatak-
mörk, nema þau og slíkar samgangnatálmanir fari saman-
Þar sem t. d. stórá fellur um hérað, en grösug fjöll
eða hálendi, sem fó tveggja sýslna gengur saman á,.
skiftir þeim, er skynsamlegra, að áin skifti markaskrár-
svæðunum, heldur en hið sameiginlega afréttarland, sem
féð gengur á víxl yfir á sumrum, og er því frá báðum
sýslunum í sömu réttum. Þessu þarf með samkomu-
lagi sýslunefnda að kippa í lag, og má takast víða.
Þá er sýslunefnd hefir ákveðið, að safna til nýrrar
markaskrár (la/2 ári áður en skráin á að vera búin til
notkunar), skyldi hún tilkynna það næstu héruðum, svo