Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 25
BCNAÐARKIT.
Hætta af mnflutningi sauðfjár.
Út af ályktun búnaðarþings 1915 ritaði stjórnar-
nefnd Búnaðarfélags íslands dýralæknunum í Reykjavík
og á Akureyri, Magnúsi Einarssyni og Sigurði Einarssyni,
7. ágúst s. á. hvorum um sig svolátandi bréf:
„Búfjárræktarnefndin á búnaðarþingi í sumar lét
þá ósk í ljós, að félagsstjórnin gengist fyrir því, að fá
fullnaðar-vitneskju um þau vandkvæði, er á því eru,
sakir sýkingarhættu, að flytja inn kynbótapening til
takmarkaðrar kynblöndunar. Búnaðarþingið félst, í einu
hljóði á þessa ósk nefndarinnar.
Út af þessari ályktun búnaðarþings vildum vér
mega leyfa oss virðingarfylst að mæiast til þess við
yður, herra dýralæknir, að þér við fyrstu hentuleika
vilduð gefa oss ítarlegt álit yðar um þau vandkvæði,
er á því eru, sakir sýkingarhættu, að flytja inn kyn-
bótapening til takmarkaðrar kynblöndunar.
Vér látum bréfi þessu fylgja búnaðarþingsgerða-
hefti, ineð tilvísun til bls. 57 og álits búfjárræktar-
nefndar bls. 64 — 66 “.
Dýralæknarnir urðu báðir vel við þessari mála-
leitun, og flytur nú Búnaðarritið svör þeirra:
Bréf Sigurðar Einarssonur, dags. 16. ág. 1915.
í bréfi dagsettu 7. ágúst þ. á. leitar háttvirt stjórn
Búnaðarfélags íslands minnar umsagnar um vandkvæði