Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 18
272
BÚNAÐARRIT
þeim korn úr nýjári. Yoru þá sum farin að fá sótt, og í febrúar-
mánuði urðu þau mjög veik af þessum kvilla, og drápust þá 7
af 50, og síðar drápust tvö af þessu sama. Mér lánaðist aidrei að
koma góðum bata í þau um veturinn, og gaf þeim þó talsvert
af korni. Um nýjár tók eg heim 70 lökustu ærnar og ætlaði að
gera þeim vel til. Fór á sömu leið með fóðrið á þeim, þrátt fyrir
mikla matargjöf. Voru þær sífelt að fá sótt og drápust smátt eg
smátt, þar til í 10. viku sumars; en þá voru dauðar 30 af þess-
um 70. Auk þessa bafði eg 160 ær á beitarhúsum, og eyddu þær
að eins 50 köplum af heyi um veturinn. Var töluvert af því all-
góð taða. Þeim heilsaðist vel, þar til um vorið á sauðburði, þá
veiktust nokkrar af sótt og drápust 8, og 3 af þeim frá lömbum
sínum“.
Hér hafa auðsjáanlega verið ormar í fénu, og lítur
út fyrir, að þeir hafi verið í heyjunum líka, þar eð betur
heilsaðist því fé, sem lifði mest á beitinni. £n með ærnar,
sem heima voru, er þess að gæta, að það var rýrðin úr
ánum, og hafa líklega margar verið holdlitlar, er þær
komu í hús, og því gengið ver að koma þeim til.
Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum: „Eg tók lömbin
á jólaföstu, gaf þeim '/» kg. af töðu og pela af korni á dag.
Fóðruðust þau vel, og fór eg að beita þeim á góu, en gaf þeim
þó með alt til sumarmála. Ekkert bar á sótt í þeim; en þegar
smalað var til rúnings, fundust 4 gemlingar dauðir. Eg fór að
gefa ám um nýjár og gaf þeim korn og töðu. Aldrei þessu vant
höfðu þær hósta, og bar á máttleysi í þeim, þótt þær virtust alls
ekki vera magrar“.
Hér lítur út fyrir að ærnar hafi verið með orma
í lungum.
Daði Jónsson á Bala á Stafnesi: „Eg gaf lýsi með töð-
unni allan voturinn. Bar ekki á óhreysti í kindum hjá mér. Eg
tapaði 4 ám fyrir páska um veturinn upp til fjalls. Þær komu
allar um haustið eftir, en allar lamblausar. Eg misti fjölda af
lömbum þetta vor“.
Hér stafar lambadauðinn sýnilega af því, að ærnar
hafa ekki haft nóga gjöf um vorið.