Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 34

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 34
288 BTJNAÐARRIT í Borgarnesi var námsskeið fyrir konur 6.—12. apríl. Á því námsskeiði var Einar garðyrkjumaður Helgason. Fundi hefi eg haldið nokkra þetta ár, bæði í naut- gripafólögum og víðar. Einnig var eg á aðalfundi Ræktunar- félags Norðurlands 21.—22. júní og flutti þar erindi um áveitusvæði norðanlands. Á búnaðarnámsskeiðum og fundum hefl eg flutt 22 fyrirlestra eða erindi alls. Auk þessa, sem hér er nefnt, hefi eg á árinu skrifað 440 bréf, gert nokkrar skýrslur og áætlanir o. s. frv. Reykjavik 22. febrúar 1916. Signrður Sigurðsson. Fulltrúakosning til búnaðarþings fór fram á árinu 1916, því að um lok þess árs er úti kjörtími fulltrúanna Gunnars Pálssonar, Ágústs Helgasonar, Ásgeirs Bjarnasonar og Stefáns Stef- ánssonar og varafulltrúanna Benedikts G. Blöndals, Skúla Skúlasonar, Guðmundar Björnssonar og Jósefs J. Björns- sonar. Skyldi kjósa menn i þeirra stað til 4 ára, 1917— 1920. Kosningin fyrir Suðurland og Vesturland fór fram á fundum allra sýslunefndanna þar, en atkvæðin voru talin í skrifstofu búnaðarfélagsins 14. ágúst. Fyrir Norður- land var kosið á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands og fyrir Austurland á aðalfundi Búnaðarsambands Austur- lands, samkvæmt ályktun búnaðarþings 1915.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.