Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 9

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 9
BÚNAÐARRIT 263 hey og svo ótrúlega mikið, að heyeyðslan verður ])á margfalt meiri heldur en með því að gefa fénu svo vel frá fyrstu, að það haldist við. Þegar féð heflr lagt af framan af og kviðdregist um of, og menn hafa ekki nema vond hey, er ekki hægt að koma því aftur í lag. Þetta stuðlar og mjög að því, að ormarnir verði sem magnaðastir, séu þeir á annað borð í fénu. Eins er það, að þegar þíðviðriskaflar koma á veturna, hættir mönnum mjög til þess að treysta um of á beitina. Yeturinn þennan voru þíður frá 9.—24. januar. Mátti þá heita að frostlaust væri nótt og dag. Þennan góða kafla beittu menn mjög, sem vonlegt var, en gáfu þá margir of lítið með, svo að fé lagði mikið af og fóðrað- ist því ver og veiktist frekara, er Ut á leið. Á stöku stöð- um hefir fé þá ef til vill ekki fengist til að éta nóg af hinum vondu heyjum með beitinni til að haldast við, og hefði þá þurft fóðurbæti. Þá viðgengst það mjög víða, að menn sleppa alt of snemma og hætta að gefa að vorinu, einkum ám. Hrynja þá fljótt af þeim holdin, ef kuldar eru og gróðurleysi, því að bæði bregður þeim þá mjög við eftir hUsvistina, og svo þurfa þær því meira fóður, því nær sem dregur burðinum, eins og skiljanlegt er. En þó er þetta svo, eins og eg gat um, að menn kippa oft gjöf af ám fyrir burðinn, svo að þær hríðleggja af, bUast því ver til og gefa rýrari lömb að hausti. Þetta mun einnig hafa átt sér stað vorið 1914 og stuðlað að vanhöldum á lambfénu. Á þessu svæði, þar sem féð drapst mest, eru menn óvanir því, að þurfa að gefa yflr allan sauðburðinn. Þetta vor þurfti víða að gefa ám þar til um 6. sumarhelgina. Það mun þó ekki hafa verið gert nema óvíða. Menn sleptu ánum ineð lömbunum fyrri, og svo óbornum líka. Hrundu þá af þeim holdin, og Ur þeim mjólkin, svo að lömb drápust unnvörpum, og svo ær eitthvað líka. NáttUr- lega drápust lömb líka fyrir bleytu, bæði þegar ærnar báru þeim í pollana, og svo þegar þau voru sífelt á renn-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.