Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 20
274
BÚNAÐARRIT
Jón Sigurðsson í Hofgörðum á Snœfellsnesi: „Ærnar
veiktust hjá mér, eftir að eg slepti um vorið. Misti eg bæði ær
og fjölda lamba. Eg held þær hafi ekki þolað vorkuldana. Hefði
eg haft kjarnmikið fóður að gefa þeim um vorið, svo lengi sem
þær þurftu, hefði eg ekki mist svona margt“.
Eggert Eggertsson í Bíldsey á Breiðafirði: „Féð var
hraust hjá mér um veturinn, en mánuð af sumri flutti eg það í
land og slepti þvi á Galtadal á Fellsströnd. Ærnar lifðu flestar,
en lömbin hrundu niður, svo að eg átti að eins 50 undan 150 ám.
Flest dóu lömbin í 6. sumarvikunni. Þá gerði líka á laugardag
vondan stórhríðarbyl“.
Hér er það sýnilegt, að ærnar hefir vantað aðhlynn-
ingu um sauðburðinn.
Eyjólfur Stefánsson á Dröngum á Skógarströnd:
„Eg fór að gefa ánum um miðja jólaföstu og slepti þeim aftur
’/j mánuð af sumri. Ærnar voru vel hraustar, enda gaf eg þeim
töluvert af eyjatöðu um veturinn. Eg misti 10 ær í sjóinn um
vorið um fiæði, en enga af veikindum; en lömb átti eg að eins
90 um vorið undir 140 ám. Gemlingar gengu af hjá mér í eyjum
um veturinn. Yoru þeir vel haldnir og týndu engum lagði“.
Kristján Þorleifsson á Hjarðarbóli í Eyrarsveit r
„Eg gaf fé mínu vel allan veturinn, enda bar ekki á neinum
veikindum í þvi eða veilu. Um vorið misti eg þó 16 lömb. Af
þeim tók örnin 11, en 5 drápust af Blysum11.
Hjörleifur Björnsson á Hofsstöðum: „Eg fór að hára
um nýjár, en slepti fyrir páska. Hafði og beztu fjárhöld um vorið“.
Þetta er jörðin, þar sem Eggert Ólafsson ætlaði að
reisa bú. Það er einhver bezta beitarjörð á landinu, því
að í góðri tíð á miðjum vetri koma hornahlaup á geml-
inga, þótt þeir lifi eingöngu á beit.
Magnús Friðriksson á Staðarfelli: „Norðan-stór-
hríðarbyl gerði nálægt 20. nóv. um haustið. Lét eg þá smala og
láta inn það af fénu, sem náðist; hitt. sem úti lá, hraktist mjög
mikið í 3 sólarhringa. Um miðja jólaföstu fór eg að gefa ánum.
Hafði eg lýsi með heyjunum alt fram til sumarmála, en er það