Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 30

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 30
BCNAÐARRIT. Skýrsla til Búnaðavfélags íslands árið 1915. Störf min þetta ár hafa verið mjög svipuð og að undanförnu. Ferðalög. Lagði á stað í fyrstu ferðina 14. jan. austur yflr fjall. Heimsótti eg þá sum nautgripafélögin þar eystra og hélt nokkra fundi. Var að heiman hálfan mánuð. — Næsta ferðin var gerð norður. Lagði á stað 24. febr. og var í burtu 7*/2 viku. í þessari ferð var eg á búnaðarnámsskeiði á Blönduósi 8.—13. marz og Hólum í Hjaltadal 22.—27. s. m. Á suðurleiðinni var eg á fundi í Vatnsdalnum og öðrum í Hrútafirðinum á Borðeyri. — Þá fór eg austur í Rangárvailasýslu 5. maí og var þá að heiman í 12 daga. Leiðbeindi með fyrirhleðslur i Hvolhreppnum, Landeyjum og viðar. Þessu næst lagði eg upp í ferð 28. maí, vestur í Borgarfjörð og þaðan norður í Húnavatns og Skagafjarðar sýslur. Yar í þeirri ferð á héraðssýningu á hrossum í Húnavatnssýslu, gerði mælingar til áveitu og fleira. Fór síðan úr Vatnsdalnum suður Grímstunguheiði og austur í Árness og Rangárvalla sýslur, og kom heim 4. júlí. Loks fór eg 16. sept. í ferðalag norður í Skagafjörð til þess að sjá þar um skurðagerð til áveitu úr Héraðs- vötnunum á Vallhólminn. í þeirri ferð gerði eg, að skurðgreftrinum loknum, mælingar á ýmsum stöðum þar nyrðra. Hélt svo suður í Borgarfjörð og mældi þar

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.