Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 4
258
BÚNAÐAKRIT
vanalega verið heyleysi manna að kenna. En í þetta sinn
voru það ekki svo fáir bændur, sem áttu heybirgðir, en
mistu þó fénað sinn í hrönnum. Verður því hér að leita
fleiri orsaka, er valdið hafa fjárdauðanum í þetta sinn.
Eins og menn eflaust muna, var tíðarfar þannig á
slætti sumarið 1913, að á Suðurlandi og Vesturlandi voru
mjög mikil votviðri, en á Norðurlandi og Austurlandi
þurkar ágætir. Heyfengur varð því með minna móti þar
sem votviðrin gengu, en aftur í betra lagi þar sem þurk-
arnir voru. Annars er heyaflinn fyrir árið 1913 talinn í
búnaðarskýrslunum á þessa leið, í þúsund hestum:
Suðurland. Vesturland. Norðurland. Austurland.
Taða, úthey. Taða, úthey. Taða, úthey. Taða, úthey.
Meðalt. 1908-T2 238 494 166 286 216 426 86 153
1913 . . 239 562 113 293 205 407 76 142
Hér tek eg upp úr sömu skýrslum um meðal-
heyskap árin 1908—1912 til samanburðar. Aðallega eru
það á Suðurlandi úthey, sem eru minni en undanfarin
ár (68 þúsund hestum minni), og mun það hafa stafað
meðfram af því, að þá lágu á nokkrum stöðum góðar
engjar undir vatni og urðu ekki slegnar. En það sem
verst var af öllu var það, að eítir þetta sumar var megnið
af heyjunum á Suðurlandi og Vesturlandi hrakið og stór-
skemt, og mun þar vera ein orsökin til fjárdauðans vorið
eftir, með fleiri orsökum, sem nú skal vikið að nánar.
Ormar eru iðulega bæði í lungum, vinstur og
þörmum kindanna. Árlega gengur fé með þessa orma,
þótt þeir valdi ekki miklu tjóni á því nema í stöku ár-
um. Frekast fær féð þessa orma í sig, þegar það gengur
á votlendi, en þó einkum eftir votviðrasumur. Menn hafa
margir séð lungna-orminn. Hann er hvítur þráðormur,
3—7 cm. á lengd. Veldur hann hósta og hryglu í kind-
um og stundum uppdrætti og dauða. Vanalega er það
fé, sem veikt er af lungna-ormi, mjög lystugt og étur
mikið og það alt til þess síðasta. Oft fá þá kindurnar