Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 8

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 8
262 BÚNAÐARRIT þorskhausa, annaðhvort harða, saltaða eða nýja, og svo má einnig geía slóg úr flski. Af þessum sjóföngum ætti að mega gefa gjafar. Þau innihalda mikla eggjahvítu, sem lambfullar ær þurfa mikið af; og svo ef ormar eru í fénu, þá eyða þeir mestu af því næringarefni frá kindinni. Ef menn geta ekki náð í þessi sjóföng til fóðurbætis, þá er kornmaturinn. Súrhey væri mjög gott með hröktum heyjum. Það er mjög auðmelt og heflr fleiri kosti, og er eg viss um, að fé fóðraðist miklu betur, ef það hefði súrhey með misjöfnum heyjum, og raunar hvort sem heldur er. Ættu allir bændur að hafa súrheystóftir og súrsa árlega hey handa fénaði. Af því ætti og að mega gefa V* gjafar; en sé geflð meira, má búast við að fjárhúsin verði of blaut, og það ef til vill, þótt minna sé gefið af súrheyi, þar sem þurhey eru kraftmikil. Salt er sjálfsagt að gefa með hröktum heyjum, og enda hvort sem er. Það er kindunum bæði til næringar og hollustu. Bað er hæfllegt, að ætla kindinni 3—4 gr. á dag. Gott er að gefa það í pækli og bera hann í mygluð hey, ef þau eru nokkur. Þau ætti ávalt að bleyta, því að fénu er mjög óholt að anda að sér rykinu úr þeim. Eg tel það alveg sjálfsagt fyrir bændur, þegar eins stendur á og haustið 1913, að farga nokkrum kindum fyrir fóðurbæti og byrja að gefa hann með heyjunum, áður en féð fer að leggja af. Mistök með hirðinguogfóðrun verður þá hið næsta, sem eg álít. að einnig hafi átt mikinn þátt í því, að vanhöldin urðu svona mikil þetta vor. Hið fyrsta, sem má nefna í þessu sambandi, er sú venja, sem mjög víða viðgengst, að menn byrja of seint að gefa fé með beit- inni á haustin og framan af vetri. Þetta heflr þær afleið- ingar, að féð leggur af og kviðdregst, verður verra til beitar og fóðrast ver á misjöfnu heyi. Leggi féð svo mikið af, að það þurfi að bæta það, þarf til þess gott

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.