Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 17

Búnaðarrit - 01.12.1916, Blaðsíða 17
BÚNAÐARRIT 271 óholt, sé það gefið hæfilega. Það er sárt til þess að vita,. að þegar hálft landið er í voða sökum fóðurskorts, skuli á sama tíma vera fleygt í sjóinn daglega fóðri, svo að nemur tugum þúsunda króna. Á eg þar við þorskhausa og annað af sjávarafla, sem kastað er i fjöruborðið. í byrjun marzmánaðar í vetur var eg kvöld eitt staddur úti í Sandgerði. Þá voru gæftir góðar og hlað- afli. Var mér sagt, að um 500 skippund af slægðum fiski mundu koma þar daglega að landi. Þar voru þá til veiða 40—50 mótorbátar. Væri hvert skippund metið á 100 krónur, var daglegi aflinn 50 þúsund króna virði. Þurfti þá 20 daga með jöfnum afla til þess að draga þar að landi fisk fyrir eina miljón króna. Þegar eg kom að Sandgerði, voru margir að slægja fisk og hirtu að eins fiskinn og lifrina, en fleygðu öllum hausum, hrognum og öðru slógi. Reiknaðist mér svo til — með aðstoð manna, sem til þektu — að daglega væri þá hent þar í sjóinn hausum og slógi úr flski, sem næmi 3000— 3500 krónum. Verksmiðjur vantar á þessa staði, sem mest berst að, til þess að vinna fóðurmjöl og áburð úr þessum úrgangi. Að fara svona með efnin, er alveg ó- þolandi. Það er á sinn hátt ekki ósvipað því, þegar hest- um er slept í fullsprottið tún; þeir kroppa hið bezta, en troða hitt og eyðileggja. Mig furðaði á því í vetur, að einhverjir menn úr grend við Sandgerði skyldu ekki vera þarna við hafnar- staðinn og hirða þorskhausa og hrogn. Þeir hefðu þó eflaust getað fengið það fyrir lítið eða alls ekkert. Næst birti eg hér sögusagnir bænda um fjárdauðann 1914. Staðfesta þær að mörgu leyti ályktanir mínar. Jóhannes J. Reykdal á Setbergi yið Hafnarfjörð : „Eg tók lömbin á jólaföstu. Sást þá ekki að þau væru farin að leggja af. Eg gaf þeim hrakin bey, og var sumt af því af Hvanneyrár- engjum. Tóku lömbin strax mjög illa fóðri. Fór eg þá að gefa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Búnaðarrit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.