Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 17

Búnaðarrit - 01.12.1916, Side 17
BÚNAÐARRIT 271 óholt, sé það gefið hæfilega. Það er sárt til þess að vita,. að þegar hálft landið er í voða sökum fóðurskorts, skuli á sama tíma vera fleygt í sjóinn daglega fóðri, svo að nemur tugum þúsunda króna. Á eg þar við þorskhausa og annað af sjávarafla, sem kastað er i fjöruborðið. í byrjun marzmánaðar í vetur var eg kvöld eitt staddur úti í Sandgerði. Þá voru gæftir góðar og hlað- afli. Var mér sagt, að um 500 skippund af slægðum fiski mundu koma þar daglega að landi. Þar voru þá til veiða 40—50 mótorbátar. Væri hvert skippund metið á 100 krónur, var daglegi aflinn 50 þúsund króna virði. Þurfti þá 20 daga með jöfnum afla til þess að draga þar að landi fisk fyrir eina miljón króna. Þegar eg kom að Sandgerði, voru margir að slægja fisk og hirtu að eins fiskinn og lifrina, en fleygðu öllum hausum, hrognum og öðru slógi. Reiknaðist mér svo til — með aðstoð manna, sem til þektu — að daglega væri þá hent þar í sjóinn hausum og slógi úr flski, sem næmi 3000— 3500 krónum. Verksmiðjur vantar á þessa staði, sem mest berst að, til þess að vinna fóðurmjöl og áburð úr þessum úrgangi. Að fara svona með efnin, er alveg ó- þolandi. Það er á sinn hátt ekki ósvipað því, þegar hest- um er slept í fullsprottið tún; þeir kroppa hið bezta, en troða hitt og eyðileggja. Mig furðaði á því í vetur, að einhverjir menn úr grend við Sandgerði skyldu ekki vera þarna við hafnar- staðinn og hirða þorskhausa og hrogn. Þeir hefðu þó eflaust getað fengið það fyrir lítið eða alls ekkert. Næst birti eg hér sögusagnir bænda um fjárdauðann 1914. Staðfesta þær að mörgu leyti ályktanir mínar. Jóhannes J. Reykdal á Setbergi yið Hafnarfjörð : „Eg tók lömbin á jólaföstu. Sást þá ekki að þau væru farin að leggja af. Eg gaf þeim hrakin bey, og var sumt af því af Hvanneyrár- engjum. Tóku lömbin strax mjög illa fóðri. Fór eg þá að gefa

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.