Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 17

Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 17
N Ý r T L A N D 15 um vinnunám, sem kostað er af hinu opinbera. Reyni sambandsstjórn að liafa áhrif á, að í stjórn um tilhögun og framkvæmd slíkrar fræðslu verði skipuð ein kona og að stúlkur eins og piltar verði látnar verða hennar að- njótandi — og fái þær kaup eins og piltarnir. Þá beili sambandsstjórn sér einnig fyrir því, að vinnunámið verði aukið. Sérnám kvenna. 13. þing Alþýðu- sámbands íslands skorar á þingmenn Alþýðnflokksins að beita sér fyrir því, að samþykkt verði lög um stofnun húsmæðraskóla í Reykjavík, þar sem kennd verði almenn iiúsverk, mat- reiðsla, meðferð barna og ennfremur ýmis nauðsynlegustu bóltleg fræði. Telur þingið, að rétl væri, að kennsla i meðferð barna færi fram i sambandi við barnaheimili. Fræðsla nm þjóðfélagsmál. 13. þing Alþýðusambands Islands felur sam- bandsstjórn og fræðsluráði að vinna að þvi, að mönnum gefist kostur á fræðslu um þjóðfélagsmál og stjórn- mál á námsskeiðum í slærslu bæjun- um. Fræðsla um Icynferðismál. 13. þing Alþýðusamband Islands ályktar, að nauðsynlegt sé, að komið verið upp fræðslu í kynferðismálum í skólum landsins, og telur, að fræðslaiun þess' mál eigi á byrjunarstigi að koma fram óbeint við kennslu í náttúrufræði og öðrum námsgreinum, þar sem því verður við komið. Framkvæmd laga um fávitahæli. 13. þing Alþýðusambands Islands skorar á trúnaðarmenn flokksins að lierða á framkvæmd laga um fávitahæli. Leikvellir og dagheimili. 13. þing Alþýðusambands íslands skorar á trúnaðarmenn flokksins og félaganna í bæjum og kauptúnum að beila sér meir en gert liefur verið fyrir sam- eiginlegri gæzlu yngri og eldri barna utan skólanna, leikvöllum og dag- heimilum, og séu þessir verustaðir barnanna eigi aðeins leikstöðvar þeirra, heldur líka eins konar skólar. Skorar þingið á þingmenn flokksins að beita sér fyrir aukinni fjárveitingu i þessu skyni þegar á næsta Alþingi. Sumardvöl barna og mæðra í sveit. 13. þing Alþýðusambands íslands tel- ur, að trúnaðarmönnum flokksins beri að beita sér fyrir þvi, að kaupstaða- börnum sé komið mörgum saman til sumardvalar í sveit. Vill þingið minna á, að alþýðusamtökin í nágrannalönd- unum beita sér fyrir barnatjaldbúðum í sveit, og lítur svo á, að þeim mætti einnig við koma hér á landi. Þá tel- ur þingið, að æskilegt væri, að lieima- vistarskölar sveitanna }7rðu notaðir sem sumardvalarstaður barna og mæðra úr kaupstöðum. Skorar þingið á þingmenn flokksins að beita sér fyr- ir aukinni fjárveitingu i þessu skvni þegar á næsta þingi. Háskóli Islands. 13. þing Alþýðu- sambands Islands ályktar að fela sam- bandsstjórninni að skipa sérstaka nefnd til að atliuga liag og starfsemi Háskóla Islands. Skal nefnd þessi leggja fyrir sambandsstjórnina frum- varp til nýrra háskólalaga, er miði að því, að gera skipulag Háskólans alþýð- legt og við þarfir og hæfi ríkis og al- mennings og samræma stjórnarfar hans við þá slaðreynd, að Háskólinn er opinber stofnun, kosluð af al- mannafé. Sérnám bílstjóra. 13. þing Alþýðu- sambands íslands skorar á rikisstjórn-

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.