Nýtt land - 01.01.1937, Síða 25

Nýtt land - 01.01.1937, Síða 25
N Ý T T L A N D 23 Ekki ber þvi a'ð neita, að mér finnst lýs- ingarnar úr Reykjavík stundum bera þess merki, að höfundur er þar ekki upp alinn, heldur í sjávarþorpi vestur á fjörðum. Aft- ur á móti skeikar höfundinum hvergi, þeg- ar hann fylgir Ingjaldi i sveitina, og verð- ur gaman að sjá framhaldið af þessari sögu, en það mun gerast „í grænum dal“ vestur á fjörðum, því að Gunnar lætur persónur sínar leita úr bænum, þegar kreppir að, og byrja baráttuna á ný á þeim slóðum, þar sem feður þeirra og mæður höfðu stritt og stritað. Fer hann því nokkuð sinna eigin ferða út af almannaleið, en má vera, að þarna sjái hann fyrir þá félagslegu þróun liér á landi. Stíllinn á þessari sögu er dálítið misjafn, en þó er ekki nokkur vafi á því, að þarna er um mjög stílhæfan höfund að ræða. Sum- ir kaflarnir, eins og t. d. fyrsti kaflinn, og þó ennþá frekar þeir, sem lýsa ferð Ingj- alds í sveitina, bera vott um mjög mikla stílgáfu. Það liggur við, að það, sem ber fyrir drenginn í ferðinni, allt frá því hann fer af stað á vélbátnum og þangað lil hann stendur á hlaðinu í Selhólum, verði í hug okkar að loknum lestri eins gliiggt og lif- andi og við hefðum skynjað það sjálf á sér- lega örlagaþrungnum og minnisstæðum stundum ævi okkar. Stílgáfu sína ætti Gunn- ar að meta svo mikils, að hann legði sér- staka alúð við hana og beitti henni af sömu vandvirkni og natni, þegar hann lýsir því í bókum sínum, sem er þar aðeins nauðsyn- legir tengiliðir, eins og þá, er hann gerir grein fyrir hinu, sem honum er sérlega annt um. Galli er það á bókinni, að höfundur gef- ur sér ekki tóm lil að draga þær persónur trúum og skýrum dráttum, sem eru and- stæða fátæklinganna. Við sjáum þær ein- göngu i svip og í mjög óglæsilegu ljósi. En þrátt fyrir skort á menningu og þjóðfélags- hyggju verða þær að hafa eitthvað sæmi- legt til brunns að bera — og því mannlegri og skýrari sem þær eru, þvi meira verður áhrifavald sögunnar. Slíkar persónur eru venjulega ekki verri manneskjur en gerist og gengur um liitl fólkið, en aðstæðurnar móta þær og gera hugsanir þeirra og fram- komu svo félagslega gallaða, sem raun verð- ur á. Þá er það og talsverður galli á sög- Nýtt og gamalt. Stanley Unwin, núverandi forseti alþjóða- sambands útgefenda, kom til Kaupmanna- hafnar fyrir stuttu. Blaðamaður frá „Poli- tiken“ átti tal við hann 17. jan. um margt, en einkum um útgáfufirma hans í London (Allen and Unwin Ltd.) og eftirspurðustu bækur á Englandi. Bókin, sem nú gengur þar einna bezt út, er hvorki reyfari, hús- lestrabók né pólitísk opinberunarbók, held- ur þykkt og dálitið þungmelt rit um stærð- fræði. Og hún er ekki einu sinni eftir stærð- fræðing, heldur lifeðlisfræðinginn Lancelot Hogben. Unwin gaf ekki nema þessa skýr- ingú á því: Sá maður er snillingur. — Ann- ars lézt Unwin ekki vera í hópi þeirra út- gefenda, sem þykjast finna snilling (geni) i hverri viku og halda um allar gæsir sín- ar, að það séu álftir; sér þætti gott að upp- götva snilling á hverjum tíu árum. Bókmenntasigur. Þýðingar úr Norðurlanda- málum seljast illa á Englandi nú. „Þó er ein undaritekning," mælti forsetinn, „hinn dá- samlegi róman Salka Valka eftir íslenzka skáldið Halldór Laxness“. Hún var kjörin „bók mánaðarins" af hinu víðlesna blaði Evening Standard og selst vel. Unwin sagði frá íslandsför, sem hann hefur farið, og hvernig þeir Halldór Laxness hefðu kynnzt. Það leiddi strax af kynningunni, að firma Uirwins tók Sölku Völku til útgáfu, og nú er það að láta þýða Sjálfstætt fólk úr is- lenzku á ensku. Það voru orð forsetans, að Halldór I.axness væri meðal þróttmestu og ágætustu höfunda, sem nú eru uppi. Ættarsverðið Tyrfingur. — Sagnfræðin er hættulegasta vopnið, sem efnafræði mann- vitsins hefur soðið saman. Eiginleikarnir eru unni, að sumt fellur utan við ramma heild- arinnar. Aljiýða manna á þó að kaupa og lesa þessa bók. Hún sýnir alvarlega viðleitni liöf- undar til að vekja menn til umhugsunar um -ýmis ytri og innri vandamál, og hún sýnir einnig vaxandi bókmenntahæfileika og kunnáttu. Guðm. G. Hagalín.

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.