Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 7 að verzla með forræði þessarar þjóðar; er enginn hlutur lengur meira virði en þessi svokallaði lífsstandarður; var ekki ártalið 1262 í þinni íslandssögu; skrifum við ekki 1962 um þessar mundir? Sjö hundruð ár. Hvað var Jónas að segja um sex hundruð sumur?? Fyrirgefðu, væna mín, nú þarf ég að komast heim og halda áfram að skrifa mín veðbókarvottorð, og hann þessi hérna bíður mín ekki lengi. Mundu, að þú ert von þessa smáa samfélags. Mín var einu sinni framtíðin, nú er hún þín. Til skal vera í þessu landi maður, sem er ekki til sölu. Réttu honum hönd þína. Farnist ykkur vel. Ég stend langt inni á Laugavegi. Tröllaukin mjólkur- bifreið þokast af stað. Ryk fellur hægt til jarðar í kvöld- logninu. Mælti sjálf steinöldin til mín, — eða hvað? II. tugur. Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmaður var í skólan- um 1942—1948: Blessuð góða, ég man ekki neitt frá þessum sokkabands- árum mínum. Það er helzt að ég muni eftir kvenfólki og brennivíni. Sigurður þó! Þú verður frekar að segja mér frá stúdentafélögunum og pólitíkinni núna, úr því að ég þarf að láta þetta í blaðið. Sigurður framkvæmir nú þá athöfn, sem hann kallar að „draga á sig helgislepju“. Þegar ég kom í skólann, þótti sjálfsagt, að vinstri menn ynnu saman, þ. e. Félag róttækra stúdenta, Félag frjáls- lyndra stúdenta og Alþýðuflokksfélag háskólastúdenta (sem síðar nefndi sig Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sós- íalista). Sameiginlegur listi þessara þriggja félaga náði meiri hluta í stúdentaráði 1943. Þá var nú líf í tuskunum, manneskja, rifizt og skammazt. Mér er sagt, að þetta fari allt svo settlega fram núna. Félag róttækra var sterkast og stærst af vinstri félögunum. Næsta ár náðist ekki sam- komulag um sameiginlegan lista, en þá fóru leikar svo, að Félag róttækra fékk þrjá menn kjörna, kratar einn og Framsóknarmenn einn, þ. e. meiri hluta í stúdentaráði. Bárður Daníelsson úr Félagi róttækra varð formaður ráðs- ins, og allt var í lukkunnar velstandi. En á miðju kjörtíma- bili rauf kratinn í ráðinu samstarfið — það er aldrei á vísan að róa með kratann. Hver voru helztu hitamálin á þessum tíma? Það var nóg af þeim. Eitt hið fjörlegasta var um, hvort Verzlunarskólinn ætti að fá að brautskrá stúdenta. Flest- allir voru andstæðir því. Aðalforsvarsmenn Verzlunarskól- ans voru Gylfi Þ. Gíslason, Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor og auðvitað Vilhjálmur Þ. Harðsvíruðustu andstæð- ingarnir voru að mig minnir Kristján Eldjárn og Páll S. Pálsson. Þetta var mikil rimma. Þá orti eitt af góðskáldum skólans um vin sinn úr Verzlunarskólanum: Ég vissi samt þú værir hér með Verzlunarskólaprófi. Ég mundi það að menntun slík er mikilsvirt í Reykjavík og þykir góð og gæfurík þótt gáfurnar séu í hófi. Sama skáld sagði líka í stemningskvæði um Þingvelli: og heildsalar veltust fullir oní gjána Annað hitamál mikið var afstaðan til Sovétsöfnunar- nefndarinnar.*) Stúdentafél. háskólans hafði tilnefnt mann í nefndina. Þá ætluðu Vökumenn alveg að tryllast, þar sem þeir vildu meina, að Stúdentafélag háskólans hefði ekki annað verkefni en halda rússagildi! Út af þessu varð hörkufundur með tilheyrandi skömmum og svívirðingum á báða bóga; menn voru nefndir mannkerti og pabbadrengir, og ræðumenn beggja aðila bentu dyggilega á það, að af- staða hins mótaðist annaðhvort af algerri fáfræði eða út- spekúleraðri fúlmennsku. Þegar til atkvæða kom, mátti ekki á milli sjá, hvorir voru sterkari. Handaupprétting var því óframkvæmanleg, og gekk þá hvor hópurinn út um sín- ar dyr, og stóðu talningamenn í dyrunum. Sjónai’mið vinstri manna sigraði með eins atkvæðis meirihluta. Var það í fyrsta skipti, sem ég greiddi atkvæði gegn íhaldinu, og hef ég gert það æ siðan. Já, já, og það held ég nú. Sigurður trummar óþolinmóðlega á borðbrúnina, meðan ég lýk við að skrifa þetta. Svo segir hann upp úr eins manns hljóði: Hefurðu heyrt þessa: Fer úr kjóli faldasól Nei, nei, nei, ekki út fyrir efnið! — Þá var afstaðan til Keflavíkursamningsins 1946 mikið liitamál og allir á móti, meira að segja íhaldsmenn fyrst í stað. Smátt og smátt kiknuðu þeir samt undan áróðrinum og breyttu stefnu sinni. Þá var gefið út blað, sem nefndist „Vér mótmælum allir“. 1 það skrifuðu menn úr öllum flokkum, einnig margir núverandi framámenn Sjálfstæðis- flokksins, sem víst þægju nú, að manndómur þeirra þá væri gleymdur. Þá voru þeir fáir, sem sögðu, að samning- urinn væri ósköp saklaus og meinlaus. Flestir voru á þeirri *) Sú nefnd starfaði hér til hjálpar bágstöddu fólki í Sovét vegna heimsstyrjaldarinnar.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.