Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 10
10
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
3. grein. Sem ungum manni ber stúdentinum skylda til
að mynda eina heild með æsku þjóðarinnar og heimsins.
Réttindi og skyldur stúdentsins sem verkamanns.
4. grein. Sem verkamaður á stúdentinn rétt til vinnu og
hvíldar við beztu skilyrði og efnahagslegt sjálfstæði, bæði
persónulega og félagslega, sem hagsmunasamtökin
tryggja.
5. grein. Sem verkamanni ber stúdentinum að afla sér
sem beztrar þekkingar.
Réttindi og skyldur stúdentsins sem námsverkamanns.
6. grein. Sem námsmaður hefur stúdentinn rétt til sann-
leiksleitar og frelsis, sem er fyrsta skilyrðið.
7. grein. Sem námsmaður hefur stúdentinn þá skyldu:
— að skilgreina, útbreiða og verja sannleikann, en það
felur í sér þá skyldu að hjálpa til við útbreiðslu og fram-
sókn menningarinnar og skilja þróun sögunnar, — að verja
frelsið gegn allri átroðslu, en það er heilagasta skylda
hvers stúdents.
Eftir landsfundinn í Grenoble hófst hin raunverulega
tilvist og hagsmunabarátta U.N.E.F. Lagði sambandið
fram ákveðnar tillögur í skóla- og menningarmálum við
ríkisstjórnina í anda stefnuskrárinnar frá Grenoble.
Lengst af hafa ríkisstjórnirnar þverskallazt við öllum
málaleitunum, en með elju hefur sambandið fengið ýmis
merkileg mál í gegn. Hefur sambandið ekki hikað við að
skipuleggja verkföll og kröfugöngur meðal stúdenta til
þess að fá kröfunum framfylgt, gengið á fund þingsins,
haldið blaðamannafundi, gefið út blöð og dreifirit o. m. fl.
Með öllu þessu starfi hefur sambandinu tekizt að koma
því til leiðar, að nú er litið á það sem sterk hagsmunasam-
tök, sem vita hvað þau vilja og ríkisstjórnin getur ekki
lengur sniðgengið.
Barizt hefur verið fyrir því að koma á föstu námslauna-
kerfi og miðar því máli stöðugt áfram. Er reynt af alefli
að fá stjórnarvöldin og almenning til þess að líta á námið
eins og hverja aðra vinnu, sem leyst er af hendi fyrir þjóð-
félagið og því beri að greiða. Þjóðfélagið hafi ekki efni á
því á miðri tuttugustu öld að láta ónotaðan allan þann sæg
gáfaðra ungmenna, sem er meðal lágstéttanna. Það verði
að skapa þeim skilyrði til að njóta gáfna sinna (1961 voru
aðeins 4% háskólastúdenta í Frakklandi úr verkamanna-
stétt).
Enda þótt höfuðbaráttumálið, að koma á námslauna-
kerfi, hafi ekki komizt í framkvæmd, þá hefur tekizt að fá
stofnað sérstakt sjúkrasamlag stúdenta. Komið hefur verið
upp stúdentamatsölum, sem ríkið styrkir ríflega. Enn-
fremur hefur sambandið komið upp f jölmörgum stofnunum
á sínum vegum, svo sem ferðaskrifstofum stúdenta o. s.
frv.
Þrátt fyrir harða baráttu hafa ríkisstj órnirnar þver-
skallazt við að mæta kröfum tímans. Ár eftir ár er sú
upphæð, sem varið er til skólamála, hlægilega lág, á sama
tíma og aukning nemenda er geysileg á hverju ári vegna
hinnar háu og hraðvaxandi fæðingartölu síðan í stríðslok.
öngþveitið vex því með hverju ári sem líður. Skortur er á
kennurum og prófessorum vegna lágra launa. Troðið er í
skólastofurnar, margir fá ekki sæti og margir komast ekki
einu sinni inn í fyrirlestrastofurnar. Húsnæðismál stúd-
enta eru í megnasta ólagi og ekki hægt að útvega herbergi
á stúdentagörðum nema örlitlum hluta af þeim, sem sækja
um, hinir verða að leigja herbergi úti í borgunum við okur-
leigu; ef þeir eru ekki nógu fjáðir til þess, þá að búa í
kytrum, sem vart eru sæmandi mannabústaðir.
Á sama tíma og skólamálin eru komin í algjört öng-
þveiti, eyðir stjórnin svimandi háum upphæðum til hern-
aðar. Og ótaldar eru þær milljónir, sem Alsírstríðið kost-
aði frönsku þjóðina árlega, og marga fátæka námsmenn
mætti styrkja til náms og margar skólastofur byggja fyrir
það fé, sem árlega fer til að gera atómsprengjur, sem seint
verða nothæfar og vonandi aldrei notaðar. I hinum miklu
kröfugöngum, sem U.N.E.F. hefur skipulagt, hafa stúdent-
arnir hrópað: Smíðið skólastofur, ekki fallbyssur.
Það mál, sem sett hefur hvað mestan svip á starfsemi
U.N.E.F. síðustu árin, er Alsírstríðið, en strax frá byrjun
þess fordæmdi sambandið það skelegglega og af miklu
hugrekki við erfiðar aðstæður. Valdhafarnir litu illu auga,
að sambandið skyldi dirfast að halda uppi friðarstefnu og
benda landslýðnum á tilgangsleysi þessa stríðs og þau
hryðjuverk, sem framin væru í nafni frönsku þjóðarinnar.
Hefur ríkisstjórnin reynt að ónýta sambandið með því að
stofna klofningssamband (F.N.E.F.). Þetta klofningssam-
band hefur boðað stúdentum, að þeir ættu ekki að skipta
sér af þjóðmálum, með því fáist engin hagsmunamál fram
og .stúdentar eigi bara að kúra yfir námsbókum og láta
sér eldri og reyndari menn fást við þjóðmálin. En undir
þessari sauðargæru hafa leynzt afturhaldsseggir og fas-
istar, sem vildu gera stúdenta samseka valdhöfunum í
þeirri þjóðarskömm, sem átti sér stað í Alsír. En stúdentar
neituðu, að sami leikurinn endurtæki sig og á hernámsár-
unum, þegar sambandið tók enga afstöðu á örlagatímum
þjóðarinnar. Fylktu þeir sér um U.N.E.F. og héldu uppi
undir merki þess stöðugri baráttu fyrir friði í Alsír. Og
enda þótt ríkisstjórnin sniðgengi sambandið fjárhagslega
og léti klofningssambandið, sem lítið var nema nafnið tómt
og nú er útdautt, fá yfirráð yfir þeim sjóðum, sem U.N.
E.F. bar með réttu, tókst sambandinu með miklum dugn-
aði og útsjónarsemi við fjáröflun að standa af sér öll veður
og halda friðarstefnu sinni, en ófáar sprengjur voru
sprengdar af O.A.S.-mönnum við byggingar sambandsins.
Með því að halda til streitu þeirri stefnuskrá, sem sett
var í Grenoble hefur U.N.E.F. unnið marga og stóra sigra.
(Framh. á bls. 21.)