Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 21

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 21
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 21 (Framh. af bls. 13.) verður Bandaríkjaforseti að heita því að gæta öryggis Fidels Castro! Millj- ónirnar í rómönsku Ameríku draga sínar ályktanir. ★ Ég kynntist vel á Kúbu fjölskyldu frá Brasilíu, stærsta og fjölmennasta ríkinu í rómönsku Ameríku, þar sem borgaralegt lýðræði hefur verið talið standa einna föstustum fótum. Þetta var kona og tvær uppkomnar dætur, sem stunda háskólanám á Kúbu, enn fremur tveir drengir, sem einnig ætl- uðu að hefja nám á Kúbu. Fjölskyldu- faðirinn var ekki með; hann heitir Francisco Juliao og hefur að undan- förnu vakið mesta athygli stjórn- málamanna í heimalandi sínu. Hann hefur stofnað Bændasamband Brasi- líu, byltingarsamtök smábænda og landbúnaðarverkamanna, sem krefj- ast þess að framkvæmd verði ný- skipan í landbúnaði á sama hátt og á Kúbu og segjast munu sækja rétt sinn eftir nýjum leiðum. Þessi bras- ílska fjölskylda sagði mér margt um ástandið í heimalandi sínu. Ibúar Brasilíu eru 70 milljónir, átt- unda fjölmennasta þjóð í heimi, og landið sjáift er fimmta stærsta land hnattarins að flatarmáli. í síðustu kosningum, sem voru sóttar af miklu kappi og vöktu athygli víða um heim, tóku aðeins þátt innan við 20% at- kvæðisbærra manna. Ástæðan er sú að ólæsir menn geta ekki greitt at- kvæði, og 70% Brasilíumanna kunna ekki að lesa; þannig er ástatt um níu menn af hverjum tíu til sveita. Þegar málum er svo háttað, verður borg- aralegt lýðræði formið eitt og fyrst og fremst aðferð yfirstéttanna til að deila með sér völdunum, en sá meg- inþorri þjóðarinnar, sem haldið er utangarðs, hlýtur að leita annarra leiða til að ná rétti sínum. 80% af ræktanlegu landi í Brasilíu er í eigu 2% landsmanna, en millj- ónir sveitamanna eiga ekki þumlung lands. Aðeins um tíundi hluti rækt- anlegs lands er í rækt, vegna þess að eigendurnir miða athafnir sínar við verðsveiflur á erlendum mörkuðum, einkanlega í Bandaríkjunum, en ekki þarfir landsmanna sjálfra. f norð- austanverðri Brasilíu verður meðal- aldur manna 27 ár. Af 1000 börnum deyja 350—400 á fyrsta aldursári. Á hverju ári deyja 6 milljónir Brasilíu- manna undir 16 ára aldri. Á 42 sek- úndna fresti deyr barn, 85 á klukku- stund hverri, 2040 á dag. Þeir, sem komast á legg, eru hrjáðir af sjúk- dómum sína skömmu ævi; 23 millj- ónir Brasifíumanna þjást af krók- ormasýki, 8 milljónir af mýraköldu, 600 000 af sýfilis, 64 000 af holds- veiki; 100 000 manna deyja árlega úr berklum. Aðeins helmingur barna kemst nokkurn tíma í skóla, og aðeins tíunda hvert barn lýkur barnaskóla- námi. Meira en 30 milljónir Brasilíu- manna eiga enga skó, hundruð þús- unda lifa naktir í hellum og skútum eins og villidýr. Á sama tíma safna erlendir og innlendir auðhringar gróða örar en dæmi eru til í nokkru öðru landi; sumir milljónarar hirða 9000% arð af fjármagni sínu árlega; auðæfi þeirra margfaldast jafnört FRÁ FRAKKLANDI (Framh. af bls. 10.) Það hefur verið sér meðvitandi um það hlutverk, sem stúd- entum ber að gegna meðal þjóðarinnar, hæfni þeirra til þess að skilja þróun sögunnar og berjast fyrir réttlætis- málum og verja lýðræðið. Stúdentar eiga að taka þátt í lífi og starfi þjóðarinnar og benda henni fram til fegurra mannlífs. Franska stúdentasambandið U.N.E.F. hefur aldrei sterkara verið né ákveðnara í því að fylgja fram þeirri stefnuskrá, sem sett var fram í Grenoble árið 1946. H. S. og sóttkveikjur og eru jafn banvæn fyrir íbúa landsins. Francisco Juliao sagði í ræðu, sem hann hélt í ár: „Ég trúi því ekki að land mitt hljóti lausn úr atkvæða- kössum. Eða með aðstoð fyrirmanna. Né fyrir tilstilli kristilegra fjöl- skyldna. Hún kemur, og það er ég sannfærður um, frá hinum örvænt- ingarfulla fjölda, hún verður verk jarðnæðislausra sveitamanna, at- vinnuleysingja og verkamanna, sem búa við smánarkjör, námsmanna, sem ekki komast í skóla, barna, sem skortir framtíð, öldunga, sem skortir fortíð, þeirra ólæsu, hermanna og sjómanna, sem ekki fá að greiða at- kvæði, fátækra klerka, menntamanna, sem hvorki leigja penna sína né selja samvizku sína, handiðnaðarmanna, smákaupmanna, húsmæðra; allra þeirra, sem eiga tilfinningar í hjarta sínu og tungu til að syngja með orð þjóðsöngsins: „Tryggjum ættjörð- inni frelsi eða deyjum fyrir Brasil- íu.“ “ ★ 1 þessu þjóðfélagsástandi eru fólg- in þau „árásarvopn“, sem Bandaríkin geta ekki fjarlægt með hótunum um heimsstyrjöld né samningum við for- sætisráðherra Sovétríkjanna. For- dæmi Kúbu hefur sannað að það eru ekki hergögnin, sem skipta máli; rísi fólkið upp, fá engir herir varizt, liversu fullkomin morðtól, sem þeir hafa á valdi sínu. Og nú veit fólkið í rómönsku Ameríku að bylting fær staðizt til frambúðar — á Kúbu hef- ur hún meira að segja hlotið banda- ríska baktryggingu. FRÁ TÉKKÓSLÓVAKÍU (Framh. af bls. 12.) hætti þeim markmiðum, sem Hitler reyndi árangurslaust að ná með vopnavaldi. Og andkommúnisminn virðist ætla að gagnast þeim engu síður en nazistum á sínum tíma. Þessi afturgengni þýzki imperíalismi er mesta hættan, sem að íslendingum steðjar í dag, og blekkingar andkomm- únismans skæðasta vopn hans. Það er ömurlegur vitnis- burður um pólitískt þroskastig íslenzkra stúdenta, ef þeir ætla að skipa sér í fremstu raðir fimmtu herdeildar hans. Prag, nóv. 1962. Jóhann Páll Árnason.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.