Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 9

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 9
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 9 FRÁ ÍSLENZKUM STÚDENTUM ERLENDIS Frú Frakklandi Franska stúdentasambandið U. N. E. F. U.N.E.F. er stofnað árið 1907 og er landssamband franskra stúdentafélaga, sem ýmist starfa í öllum há- skóladeildum sinnar borgar eða þá í einstökum deildum. Fátt er frásagnarvert af starfsemi sambandsins til ársins 1946, en fram að þeim tíma hafði það enga ákveðna afstöðu til þjóð- og menningarmála, og hagsmunabarátta sam- bandsins var lítil sem engin. Aðalstarfsemi þess var að halda góðgerðaskemmtanir til styrktar fátækum stúdent- um. Starfaði það án alls tillits til landsmálanna og gerði sér ekki grein fyrir því, hvað skólamálin eru nátengd lands- málunum í heild og nauðsyn þess, að sambandið hafi ákveðnar skoðanir um menningarmálin og setji þær fram á hverjum tíma á skeleggan hátt. Eftir heimsstyrjöldina síðari var á landsfundi í Gren- oble 24. apríl 1946 tekin upp ný stefnuskrá, sem síðar átti eftir að gjörbreyta sambandinu. En í heimsstyrjöldinni hafði sambandið enga samstöðu haft með andspyrnuhreyf- ingunni. Að vísu starfaði það aldrei beinlínis með Þjóðverj- um, en það tók oft næsta vítaverða afstöðu, svo sem þegar gefin voru út lög um að flytja stúdenta í nauðungarvinnu til Þýzkalands. Enda þótt sambandið sjálft brygðist and- spyrnuhreyfingunni á þessum erfiðu tímum, þá störfuðu einstakir félagar af miklum eldmóði í henni og sérstaklega stúdentafélagið í Lyon, en það voru einkum ráðamenn þess félags, sem fengu samþykkta stefnuskrána í Grenoble 1946. Þessi stefnuskrá skilgreinir stúdentinn sem ungan námsverkamann og ákveður réttindi hans og skyldur, skyldur hans við þjóð sína og skyldur þjóðarinnar við hann. Stefnuskráin er upphaf og undirstaða allrar hags- munabaráttu U.N.E.F. til þessa dags. Hún ber með sér, að hún er samin á umbrotatímum, örlát og framsýn. Að vísu er orðalagið sums staðar úrelt eða ungæðislegt, en engu að síður myndar hún hugmyndalegan grundvöll U.N.E.F. enn þann dag í dag. Hún er í sjö greinum: 1. grein. Stúdentinn er ungur námsverkamaður. Réttindi og skyldur stúdentsins sexn ungs manns. 2. gi-ein. Sem ungur maður á stúdentinn heimtingu á séi-stakri félagslegri fyrirgreiðslu í andlegum, siðferðileg- um og líkamlegum efnum. Bræðingurinn tók upp nýja stefnu gagnvart stúdentum í öðrum löndum: vinsamlegt samstarf við stúdenta, hvar sem er í heiminum. 1 sami-æmi við það var stúdentaráð aðili að báðum alþjóðasamtökum stúdenta: fullgildur aðili að vestræna sambandinu COSEC og aukaaðili að IUS, sem aðsetur hefur í Prag. Þetta fór feiknlega í taugarnar á Vökumönnum, fulltrúum ,,lýðræðisins“, en árangurinn af þriggja ái'a veru okkar í þessu stúdentasambandi varð sá, að hér í Reykjavík var haldið heimsmeistaramót stúdenta í skák 1957, mesta skákmót og í'aunar íþróttamót, sem haldið hefur verið hérlendis. Það má segja Vökumönnum til lofs, að í undirbúningi þess móts stóðu þeir sig með afbi'igðum vel, og það er verulega gaman að geta nefnt dæmi þess, að Vökumenn hafi frá upphafi haft skilning á máli, sem bæði er stórt í sniðum og óvenjulegt. -----Það er komið djúpt í flöskuna og ræðumannssvip- urinn er horfinn af Jóni; hann er kominn með þennan fræga milda svip, sem enginn getur sett upp nema Jón Bö. Hann sezt klofvega á stólinn og otar fi'aman í mig fingr- inum: SKO — á þessum tíma var það einkenni félagsins og hefur sennilega lengst af verið, að félagsmenn voru næst- um eingöngu úr tveimur deildum skólans, heimspekideild og læknadeild. Það er nefnilega þannig, að þeir, sem áhuga hafa á húmanisma og framfai’amálum, hneigjast fremur að okkar stefnu en hinir, sem búa sig undir að vafstra í peningamálum alla ævi og gegna þjónustuhlutverki í þágu kapítalsins, eins og t. d. lögfræðingar og viðskiptafræð- ingar. (Mér varð hugsað til Sigurðar lögmanns hér á undan.) En segðu mér að lokum, Jón, hvernig ... Þú varst að spyrja um málflutning hinna blaðanna, en ég leyfði þér víst ekki að komast að. Það væri nefnilega fróðlegt að bei’a saman Nýja stúdentablaðið og málgögn hinna pólitísku félaganna í skólanum á þessum tíma og kynna sér mismuninn á málflutningi. Á kappræðufundi í háskólanum buðum við einu sinni Vökumönnum verðlaun, ef þeir gætu fundið persónulegt níð í Nýja stúdentablaðinu, en enginn vann þau verðlaun. Hins vegar gátu þeir ekki gert okkur gagntilboð af skiljanlegum ástæðum. Og Jón Bö brosir laundi’júgt. ----o---- Það er auðvelt að taka viðtal við sona mælskan mann. Við lukum úr flöskunni í rólegheitunum og fengum okkur seytt rúgbrauð. Alltaf er gott að sitja hjá Jóni. Það var orðið framorðið, þegar ég flýtti mér út til að ná í strætó. H.K.S.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.