Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 11
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
11
Frá Tékkóslóvakíu
Andkommúnismi og
þjóðfrelsisbarátta
Jóhann Páll Arnason.
Einn mesti rithöfundur okkar tíma, Thomas Mann,
komst svo að orði, að andkommúnisminn væri höfuð-
heimska aldarinnar. Sú fullyrðing var ekki úr lausu lofti
gripin, heldur niðurstaða áratuga biturrar reynslu, fyrst
af Weimarlýðveldinu þýzka og þeim þætti, sem andkomm-
únískir fordómar áttu í að stytta lífdaga þess, síðan af þró-
uninni í Bandaríkjunum, en sem kunnugt er, sá Mann sig
að lokum tilneyddan að yfirgefa þau, vegna hins óþolandi
andrúmslofts, sem McCarthyisminn hafði skapað. Við þessi
tvö dæmi mætti þó bæta miklum fjölda annarra, sem öll
benda í sömu átt: andkommúnisminn hefur verið og er
erkióvinur hverrar þeirrar hreyfingar í framfaraátt, sem
gert hefur vart við sig hvar sem er í heiminum síðastliðna
áratugi. Hér er ekki ætlunin að rekja þetta mál nema frá
einni sérstakri hlið, en tilefnið til þess er það, að 1. des-
ember, dagurinn, sem um langt skeið hefur veiúð helgaður
bai'áttu fslendinga gegn hvors konar erlendri ásælni, skal
nú helgaður baráttunni gegn hinum alþjóðlega kommún-
isma.
Þetta er tæpast hægt að skilja á annan veg en þann, að
hlutaðeigendur telji frelsi Islands í dag bezt borgið með
sem harðvítugastri baráttu gegn kommúnismanum. Og sú
skoðun hlýtur að koma hverj um þeim nokkuð spánskt fyrir
sjónir, sem eitthvað þekkir til sögu tuttugustu aldai'innar:
í þessu tilliti er ekki hægt að draga af henni nema einn
lærdóm, sem sé þann, að andkommúnisminn hefur alls
staðar og ævinlega verið hinn versti þrándur í götu virkr-
ar þjóðfrelsisbaráttu og það með tvennum hætti: annars
vegar hafa heimsvaldasinnar beitt honum til að hylja sín
raunverulegu áform, slá ryki í augu almenningsálitsins;
hins vegar hefur hann veikt margar frelsishreyfingar inn-
íin frá og oft og síðum valdið þeim miklum áföllum.
Þetta hvort tveggja hefur gert vart við sig í mismun-
andi ríkum mæli allt frá rússnesku byltingunni 1917 fram
á okkar daga. Ihlutunarstyrjöldin gegn Sovétríkjunum var
háð undir því yfirskini, að bjarga yrði siðmenningunni
undan hinni kommúnísku ógnun. Raunverulegt markmið
hennar var fyrst og fremst það að skipta upp Rússlandi
pg ná tökum á auðlindum þess. Þetta varð reyndar líka ein
af orsökunum til þess, að hún endaði með ósigri: græðgi
hvers einstaks aðila var of mikil til þess, að traust samtök
gætu tekizt.
Áþreifanlegasta dæmið frá millistríðsárunum er upp-
gangur fasismans. Fasisminn er heimsvaldastefnan í sinni
hættulegustu og ósvífnustu mynd, öll höfuðeinkenni henn-
ar eru þar hreinræktaðri en annars gerist. í fullu sam-
ræmi við þetta er það frá upphafi áhrifamesta áróðurs-
vopn fasismans að nota sér og ala á ótta borgaralegra og
smáborgaralegra þjóðfélagshópa við kommúnismann og
villa þannig miklum fjölda manna sýn um sitt raunveru-
lega eðli. Valdataka fasismans á Italíu á þriðja áratug ald-
arinnar verður aðeins skiljanleg í ljósi þess ástands, sem
þar hafði skapazt eftir fyrri heimsstyrjöldina: eftir verk-
fallsölduna árin 1919 óttaðist borgarastéttin byltingu og
treystist ekki til að stjórna áfram í þingræðisformi. Upp-
gjöf allra hinna „lýræðissinnuðu“, borgaralegu stjórn-
málaflokka verður heldur ekki skýrð með öðru en því, að
þeir óttuðust annað meira en fasismann. — Hið sama er
að segja um uppgang nazismans í Þýzkalandi, og þar við
bætist það, að þýzku nazistarnir notuðu sér hræðslu borg-
arastéttarinnar í Vestur-Evrópu til að styrkja hernaðar-
lega og pólitíska aðstöðu sína á alþjóðavettvangi. Mark-
visst brot Þýzkalands á öllum ákvæðum Versalasamning-
anna árin 1933-—1939 og undanlátssemi vesturveldanna
virðast við fyrstu athugun eitt ótrúlegasta fyrirbæri
mannkynssögunnar — ef þess er ekki gætt, að vesturveld-
in hugðust gera hið nazistíska Þýzkaland að varnarmúr
gegn kommúnismanum á meginlandi Evrópu (en sem
kunnugt er reyndist sá útreikningur nokkuð skakkur).
Það er að minnsta kosti varla hægt að skýra það með
N ÓTT
Þegar dagurinn hverfur
og nóttin kemur
jne'ð friðinn og myrkrið
og dularfulla söngva
í lækjarniði hjartans
þegar engin gleði
varpar fölskum bjarma
á draumana
þegar engin orð íþyngja okkur
með biturleik sínum
þá geng ég ein útí skóginn
og leik á hörpu mína
kyrrlátan óð
um gleðina sem hvarf
með deginum og birtunni.
Ingibjörg Haraldsdóttir
stud. phil.