Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 19

Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 19
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 19 Vöku-málfrelsi Eftir aðalfund Orators, félags laganema, hljóta flestallir laganemar að leggja fyrir sig þessa spurningu: Hvaða skil- yrði þurfa laganemar að uppfylla til þess að njóta mál- frelsis á fundum Orators? Skal nú skýrt nokkuð, hvers vegna þessi spurning er borin fram. Þegar ræða skyldi skýrslu stjórnar Orators á nýafstöðn- um aðalfundi hans, kom fyrir einstakt atvik. Einn ræðu- manna var rétt byrjaður á inngangi ræðu sinnar, er fund- arstjóri, Hörður Einarsson, tók af honum orðið, þar sem hann taldi, að ræðumaður hefði ekki haldið sér innan ramma þess máls, sem um ætti að fjalla. Það kom nokkuð flatt upp á fundarmenn, að fundarstjóri skyldi grípa þann- ig fram í fyrir ræðumanni, þar sem hann hafði rétt hafið mál sitt. Fundarstjóra var nú bent á, að ekki hefði verið gerlegt fyrir hann á þessu stigi málsins að sjá fyrir, hvort ræðan myndi fjalla um skýrslu stjórnar eður ei. Þrátt fyrir þessa ábendingu hélt fundarstjóri því blákalt fram, að sýnt hefði verið, að ræðan myndi ekki fjalla um þá skýrslu!! Eftir þessu að dæma mætti ætla, að Hörður þessi Einars- son væri maður skyggn með afbrigðum, þar sem hann getur sagt fyrir fram um innihald ræðu, sem hann hefur hvorki samið sjálfur né séð. Stuttu eftir þetta kvað Jón Ragnarsson sér hljóðs. Enn- þá var skýrsla stjórnar til umræðu. En svo undarlega brá við, að hann fór út í allt aðra sálma. Hann hóf að ræða um viðfangsefni næstu stjórnar. Gerðust þá þau undur, að Hörður Einarsson steinþagði! Var hann sofandi á verð- inum? Nei, fjarrri fór því, heldur horfði hann með aðdáun á formann stúdentaráðs. Það mátti jafnvel lesa úr svip hans þá leyndu ósk að vera kominn í sömu aðstöðu og Jón, þ. e. stjórnandi funda stúdentaráðs. Úr því sem komið er, verður að reyna að skýra þessa afstöðu Harðar til þessara tveggja manna: Ekki verður séð, að Hörður hafi lagt hlutlægt mat á ræð- urnar, því að þá hefði hann einnig tekið orðið af Jóni. Hér hlýtur því að vera um að ræða hugrænt mat. Ef svo er, þá er afstaða Harðar skiljanleg. Jón Ragnarsson er Vöku- íhald, fyrri ræðumaður er Vöku-andstæðingur. Ofstæki Harðar og flestra annarra Vökumanna er frægt að endemum. Hérna er ennþá eitt dæmi um ofstæki og yf- irgang þeirra. ----o---- Hörður er auðsjáanlega kominn með magasár af því að ganga með formanninn í maganum. Fljótlega fæst úr því skorio, hvort þessi von hans rætist. Mun hann þá ekki lengur þurfa að kveljast af þessari ægilegu óvissu sinni. Laganemi. RÆÐUEFNI 1. DESEMBER Alkunnugt er hvílíkt hitamál hátiöaliöldin 1. desember eru, sérstaklega hvert vera skuli aöalumrœðuefni dagsins. í ár veröur aöalrœöan um háska þann, sem íslendingum stafar af ólfÖrœÖislegum stjórnarháttum. Margir greiddu atkvceöi gegn þessu, þar á meöal ég- ég t. d. greiddi því at- kvœöi dö rœöumaöur dagsins fjallaöi um hœttuna af Efnahagshandalaginu. Hve fávís var ég ekki. Nú hef ég áttáö mig á, hve tímabœrt þaö er aö tala um ólýðrœðislega stjórnarhœtti. Aldrei hefur boriö eins mikiö á þeim hér á landi og undanfarin ár. Einn gerðardómur hefur rekiö annan og sneitt hefur veriö eftir megni hjá samningum. Nýjasta dæmiö um þetta er, þegar Félagsdómur dæmdi þvert í stjórnarskrá landsins Landssamband íslenzkra verzlunarmanna inn í Alþýöusambandiö. Mikilvægir utanríkissamningar hafa veriö geröir án samráðs við alþingi og án þess aö gefa minnihlutanum nokkurn kost á aÖ fœra fram sínar skoöanir. Erlendur her kom hér í trássi viö vilja þjóöarinnar og situr enn. Nú viröist hœtta á, aÖ landiÖ verði ofurselt erlendum auökýfingum og viÖ vöknum einn rnorgun í svonefndu Efnahagsbandalagi Evrópu. Sem betur fer eru í Vöku, félagi lýöræöissinnaöra stúdenta, margir vel greindir menn, sem sjá þetta í hendi sér og völdu mann, kunnugan þessum ólýöræöislegu tilhneigingum, til aÖ tala um háska þann, sem landinu stafar af ólýörœöislegum stjórnarháttum — Geir Hall- grímsson. Sennilega hefðu þeir samt getaö fundiö enn sérfróöari og reyndari mann, t. d. Emil Jónsson félagsmálaráðherra eöa Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráÖherra. A. D.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.