Nýja stúdentablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 14
14
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
Spjallaö viö lœknanema
Eyþór Stefánsson.
Ég ber að dyrum hjá Eyþóri Stefánssyni, stud. med. á
•herbergi 39 á Nýja Garði. — Kom inn. En sú heppni, hann
er með dúkað borð og er að drekka miðdegisteið. Ég fæ
strax boð um að fá mér te og með því. Ég sezt í djúpan
stól og spyr:
Hvaðan ertu, Eyþór?
Ég er úr ,,þokunni“, auvitað maður, Austfjarðaþokunni
þeirra Eysteins og Lúðvíks. Annars er ég fæddur á Lands-
spítalanum og alinn upp á bæ þeim, er Flaga heitir í Skrið-
dal austur þar. Leikvöllur minn í æsku var 17 ha tún og
ómæld víðátta ósnortinnar náttúru til allra átta.
En hugur þinn hefur ekki hneigzt til búskapar?
Nei, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir föður míns til að
sveigja hug minn inn á þær brautir, lét ég heillast af
menntagyðjunni og varð stúdent frá M.A. 1960.
Svo innritaðist þú í læknadeild um haustið. Fannst þér
ekki viðbrigði að koma úr menntaskóla í háskóla?
Jú, víst komst ég fljótt að raun um, að hér þyrfti á meiri
sjálfsaga og einbeitni að halda en áður. Raunin varð líka
sú, að meiri hluti fyrsta vetrarins fór í að hnjóta um
annmarka hins akademíska frelsis og læra þau vinnubrögð,
sem í þessum skóla gilda.
Hvað réð því, að þú valdir svo erfitt nám sem læknis-
fræðina fremur öðru?
Ég mundi segja, að fyrsti neisti hefði kviknað á ferm-
ingaraldri, þegar Magnús, föðurbróðir minn, var að stúd-
era læknisfræði. Hann kom oft heim á þeim árum og sagði
okkur, hvað á daga hans drifi í námi og starfi. Unglingar
á þessum aldri leitast við að finna sér einhverja fyrir-
mynd, og ég tel það gæfu mína, að þessi maður skyldi
verða minn „Elvis Presley". Einnig hefur sú gleði, sem ég
hef fundið í því fólgna að hjálpa öðrum, ráðið miklu um
þetta val mitt.
Hvað viltu segja um námsaðstöðu og kennslu í fyrsta
hluta ?
Það er ánægjulegt fyrir þá, sem nú eru að byrja í lækn-
isfræði, að skipt hefur verið yfir á nýjar og betri kennslu-
bækur í efnafræði, en þær miðast við máladeild en ekki
stærðfræðideild, eins og áður var. — Fleira horfir til bóta,
eins og t. d. sú verklega kennsla í lífefnafræði, sem nú er
nýhafin í norðurkjallara háskólans. Líffræðasafnið þyrfti
nauðsynlega að bæta, svo og lestraraðstöðu í stúdíusal
læknanema, þannig að fleiri kæmust að. Síðast en ekki
sízt finnst mér ástæða til að taka til athugunar, hvort
ekki myndi ákjósanlegt, að farið væri yfir bein, vöðva og
ligament á hverju ári. Annars árs menn gætu þá byrjað á
því að fylgjast þar með í stað þess að byrja máske á peri-
ferum taugum eða einhverju slíku, þar sem alveg er út í
bláinn að sækja tíma, hafi menn ekki áður lesið þessa þrjá
undirstöðukafla, sem einnig eru að mínum dómi skilyrði
þess, að hægt sé að lesa tópógrafíu, eða sækja tíma í henni.
Um hitt skal ég ekki dæma, hvort kennslan í anatómíu
yrði með þessu móti of yfirgripsmikil fyrir einn kennara.
Hvað um pólitíkina?
Ég hef óbeit á öfgaskoðunum til hægri og vinstri og hef
trú á því, að við getum sótt fram í samvinnu til bættra
lífskjara, án þess þó að þurfa að taka nokkra pólitíska
„trú“. Ég er eindregið á móti her í landinu, hverrar þjóðar
sem hann er, og er uggandi um sjálfstæði og hag þessarar
litlu, friðsælu þjóðar, ef hún verður innlimuð í glæfrafyrir-
tækið EBE. Auk þess finnst mér, að það ætti að vera fyrir
neðan virðingu lækna að standa í pólitísku þvargi á opin-
berum vettvangi og fá þannig á sig stimpil, sem þeim er
til trafala og leiðinda á ýmsa lund.
Nú, þá geri ég ráð fyrir, að þú sért fylgjandi pólitísku
hlutleysi í kosningum til stúdentaráðs? Hvernig finnst
þér, að til hafi tekizt með þær?
Jú, vissulega er ég fylgjandi hlutleysi í þessum kosn-
ingum, en því miður hefur raunin orðið sú, að öfgaöflin
til hægri hafa lítilsvirt þetta hlutleysi og með bolabrögðum
sínum náð algjörum undirtökum í stúdentaráði.
(Framh. á bls. 20.)