Hlín - 01.01.1930, Side 20
18
HUn
Daglegt eftirlit skólanna um skyldurækt, reglusemi,
hreinlæti, iðni og kurteisi ætti að vera mikilsverður
styrkur fyrir foreldrana í uppeldisstarfi þeirra, og
ekkert ætti fremur að geta leitt til samvinnu. — Þetta
reynir góður kennari að koma foreldrunum í skilning
um. — Það er sannreynt, að góður vani hefur mikla
uppeldislega þýðingu, og þar sem skólarnir, að sögn
foreldranna sjálfra, hafa miklu meiri áhrif á börnin
en heimilin, þá er sjálfsagt að neyta þeirra áhrifa, til
þess að innræta nemendunum góða siði og venjur og
bæta smekk þeirra, og með því að láta þau hafa það
fyrir augum og eyrum daglega, sem fest getur þessi á-
hrif. Góður skóli kostar fyrst og fremst kapps um það,
að börnunum líði vel í skólanum. Því aðeins er von um,
að skólalífið hafi góð áhrif á börnin, andlega og líkam-
lega, að þau kunni þar vel við sig, leiðist ekki. Börnin
eiga að sjá það eitt í skólanum, sem bætir þau og göfg-
ar, hin uppeldislegu dhrif eru aðakitriðið, og sjón er
jafnan sögu ríkari, hreint, hlýtt, bjart og gott loft þarf
að vera í öllum skólum. Hreinlæti og reglusemi í um-
gengni, skyldurækt, glaðlyndi og kiu’teisi af hálfu
kennarans og nærgætni af fjelögum.
Góður skóli kostar kapps um, að kenslan sje ljós og
skýr, við barna hæfi, svo að öll börnin geti fylgst með.
Það er metnaður allra góðra skóla og kennara að eiga
engin olnbogabörn, engar vanræktar eftirlegukindur,
allir samferða í frjálsri og glaðri samkepni.
Barnaskólarnir leggja grundvöllinn að framtíðar-
mentun þjóðarinnar. Það má ekki búast við meiru af
þeim, en heldur ekki minna, það verður að heimta að
grundvöllurinn sje svo tryggur, að honum megi treysta,
engan stein vanti í undirstöðuna, svo þar megi byggja
ofan á. En margir foreldrar gera óskynsamlega háar
kröfur til framfara barnanna í skólunum, vilja hafa
gamla siðinn með að troða og troða 1 börnin, útlendum