Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 112
110
fflin
brotna, og að hin niðursoðnu matvæli skemmast. En hjá þessu
má komast. — Það er óþarfi að eyða löngum tíma í að lýsa nið-
ursuðu, hún hefur tíðkast víða um land í meira en mannsaldur,
og' er lýst í öllum matreiðslubókum. — En þessar línur eru skrif-
aðar í því skyni að beina athygli húsmæðranna að þessum ágætu
glösum, sem með góðri meðferð geta. enst von úr viti.
Til þess að koma í veg fyrir*að glösin brotni, þarf fyrst og'
fremst að hafa góða grind í botninum á pottinum eða balanum,
sem soðið er í og hafa dálítinn strigapoka utan um hvert glas,
svo þau liggi ekki saman. (Þægilegra að færa þau upp, ef segi-
garn er bundið utan um þau eða hanki festur í pokann). Láta
glösin svo aldrei á kalda borðplötuna, en hafa stykki undir
(sumir færa upp í volgt vatn).
En til þess að koma í veg fyrir að matvælin skemmist í glös-
unum, verður fyrst og fremst að gæta þess að suðan sje hæg
(70—80 gr.), svo að það sem í glösunum er, komist ekki í hreyf-
ingu, þá getur svo farið að fita komist í togleðurshringina, og
þá er úti um þá.
Hentugast er, meðan maður er óvanur við niðursuðu, að hafa
heidur minna en meira í glösunum. — Alt hreinlæti þarf að við-
hafa, ef vel á að fara. Verðið á Wecks glösunum, með loki, tog-
leðurshring og spennu, er sem hjer segir: Pundsglös kr. 1.50.
Tveggja punda g'lös kr. 1.75. Þriggja punda kr. 2.00. Fjögra
punda kr. 2.25.
Biáber má meðal annars sjóða niður þannig, að leggja þau
niður í glösin kvöldinu áður með sallasykri milli laga (má vera
minna en í vanalega sultu), leggja svo hringinn, lokið og' spenn-
una á. Soðið stutta stund. Húsrnóðir.
Ostagerð.
Þjer voruð að spyrja mig um ostagerð í Austur-Skaftafells-
sýslu, og veit jeg ekki hvort jeg er fær um að gefa rjetta hug-
mynd um hvaða aðferð er þar yfirleitt notuð, því mjer er ekki
svo kunnugt um, hvort allir hafa sömu aðferð; en að líkindum
er ekki mikill munur á því. Jeg ætla því að segja yður, hvernig
móðir mín kendi mjer að búa til osta. Það var notaður heima-
tilbúinn hleypir af kálfsvinstur, sem fyrst var blásin upp og
hert, bleytt síðan upp í saltvatni. — Fyrst var mjóikin hituð, en
ekki meira en svo, að maður þoldi vel niðri í með hendinni, þá
var hleypirinn látinn út í og hrært vel í um leið. Þegar vel var
hlaupið, var þetta vandlega hrært í sundur með hendinni, síðan