Sumargjöfin - 22.04.1926, Page 8
8
SUMARGIOFIN
Menningarmælikvarði.
Þegar við athugum menninguna í heimin-
um, berum saman ástand á ýmsum tímum og
ýmsum stöðum, þá virðist þægilegt að hafa
einhvern mælikvarða, fil þess að fara eftir.
Járnbrautir hafa oft verið notaðar að menn-
ingarmælikvarða og ályktað þannig, að þar
sem miklar væru járnbrautir, væri og mikil
menning, og svo hið gagnstæða. A þenna
hátt yrði okkar land hart úti, þar sem það er
annað landið af tveimur í álfunni, sem engar
hefir járnbrautir. Sumum þykir notkun þessa
mælikvarða bera vott um of mikla efnishyggju,
og vilja nota bókaútgáfu, í hlutfalli við mann-
mergð, að mælikvarða. Væri þessi mælikvarði
notaður, mundi þó ekki úr vegi að grenslaat
eftir, hvers konar bækur eru mest keyptar
og lesnar.
Þá hafa nokkrir notað sápunotkun fyrir
menningarmælikvarða, álykfað þannig, að þar
sem mikil sápa er notuð, er og mikil menning.
En það er aðgætandi, að nokkur hluti þjóð-
ar, getur látið mikið af sápu fara til ónýtis
og annar hluti hennar notað litla sem enga
sápu.
Til er fjórði mælikvarðinn, sem jeg fyrir
mitt leyfi er sannfærður um að ljósast sýnir
hina raunverulegu siðmenningu hverrar þjóð-
ar, það er hve ant hún lætur sjer um æsku-
lýð sinn. Hve mikið fje hún leggur fram í
þarfir hans, og hve skynsamlega hún ver því.
Það er hinn sannasti mælikvarði á menning-
una. Þær 350 þjóðir, sem hnöttinn byggja,
gera flestallar eitthvað meira og minna fyrir
velferð barna sinna, en mjög er það misjafnt
bæði að vöxtum og gæðum, og ekki virðist
eins óðfluga framför eiga sjer stað á neinu
sviði og einmitt þessu. Meginið af þeim ráð-
stöfunum, sem gerðar hafa verið í þarfir
barnanna, hafa orðið. á síðustu 50 árum.
Merkur Englendingur og sjerfræðingur á
þessu sviði Percy Aldlen segir, að þegar
Victoría drotning hafi komið til valda, hafi
ekki verið til svo mikið sem ein sétning í
lögum þjóðarinnar, sem bar vott um um-
hyggju fyrir börnum hennar, og sama hafi
mátt segja um allar þjóðir. Mest verður
breytingin um aldamótin síðustu, það er stór
breyting eða rjettara sagt framþróunarstökk.
Sá einfaldi og sjálfsagði sannleiki rennur
upp eins og sólskin eftir svartabyl, að það
eru einmitt börnin, sem hægt er að móta,
og eftir eitt eilífðarinnar augnablik eru þau
búin að taka öll málefni heimsins í sínar
hendur, og meðferð þeirra á þeim fer þá
eftir því, hve vel þau voru úr garði búin.
Mönnum er smámsaman að skiljast, að það,
sem mest áherslan er lögð á, er oft fánýtt
kák, en það, sem alt veltur á er vanrækt.
Að byrgja brunninn.
Mönnum er t. d. að skiljast, að viturlegra
væri að verja einhverju af miljónunum, sem
nú er varið til að lengja kvalir dauðvona
manna, til þess að koma í veg fyrir sjúk-
dóma. Sjerstaklega til þess að kenna mæðr-
um að fara skynsamlega með börn sín fyrir
og eftir fæðinguna, æfilangt ástand byggist
á því að miklu leyti.
Einhver lofsverðasta fyrirmynd á þessu
sviði er fjelag á Nýja Sjálandi er nefnist
Neiv Zealand Society for the health of
women and children. Stofnandi þess og stjórn-
andi er dr. Truby King. Englendingar ijetu
sjer sæma, að fá hann sunnan úr Nýja Sjá-
landi, til þess að »organisjera« svipuð fjelög
og hann hafði sett þar á stofn.
Hann er frægur um heim allan fyrir starf
sitt, og fjölmörg fjelög hafa verið stofnuð
víða um heim með sama sniði og hans. Fje-
lag hans nær nú um alt landið og er kostað
af ríkinu. Það hefir 35 miðstöðvar víðsvegar
um landið. Á hverri aðalstöð er ein hjúkr-
unarkona eða fleiri. Þær gefa mæðrum ráð
og aðstoð heima fyrir og ferðast einnig út
um nágrennið. Þegar hjónaefni kaupa sjer
k