Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 13
SUMARGjOFIN
13
ferðin þar hefir verið, og er víða enn, að
hýða, þegar hinn brotlegi er of ungur, til
þess að sæta venjulegri hegningu.
]eg hefi heyrt margan Islending harma hið
horfna gullaldarástand, þegar vöndurinn var
ómissandi áhald á hverju heimili. Mjer virð-
ist það hópskoðun hjer, að þjóðin sje að ger-
spillast af agaleysi.
Nú skulum við hlusta á dóm reynslunnar.
Hver árangur verður af hýðingunum á Eng-
landi? Skýrslurnar sýna, að af hverjum 100
hýddum unglingum koma 76 aftur fyrir lög
og dóm. Það eru einir 24 af hundraði sem
læknast. En 94 a. h. læknast með eftirlits-
aðferðinni.
Með hýðingunni er afbrotamaðurinn brenni-
merktur, hann er dreginn niður á bekk með
öðrum glæpamönnum. Missir sjálfsvirðingu og
stælist upp í hatri og mótþróa. Hann ásakar
sig ekki fyrir að hafa framið glæpinn, heldur
fyrir að hafa farið svo klaufalega að, að það
komst upp. Hann leggur sig allan í að beita
sem mestri snild, og endar oft með því, að
verða »prófessiónal« glæpamaður.
Nú sýna skýrslurnar, að meira en helm-
ingur glæpamanna byrjar innan við 16 ára
aldur. Þá fer okkur að skiljast, hverja þýð-
ingu það hefir, að ná í afbrotamanninn og
snúa honum inn á rjetta braut, skoða hann
sem sjúkling, sem þarf lækningar, og bræða
og móta manngullið í hjarta hans við hlýju
ástúðar og skilnings, en skoða hann ekki sem
óvin guðs og manna, sem öllum sje skylt að
kasta steini að. Hitt er að slá í vindinn, að
stinga manni inn í steininn jafnótt og hann
kemur þaðan út og fremur nýtt lögbrot.
Það verður hjer sem annarstaðar að stemma
á að upptökum. Það verður að grafa fyrir
rætur orsakanna og uppræta þær. Englend-
ingar virðast á góðri leið með að tæma fang-
elsin, með því að ná í unglingana, þegar þeir
eru að stíga fyrsta glæpasporið og leiða þá
inn á braut heiðarlegra athafna.
Þrátt fyrir ágæti hinnar amerísku eftirlits-
aðferðar, á hún þó ekki við alla. Það hefir
því miður kastað skugga á hana, að einn og
einn unglingur verður ekki læknaður með
henni. Þótt það sjeu ekki nema um 6 0/o sem
ekki læknast, komast 6Ögurnar af þeim í há-
mæli og verða mjög áberandi. Það er hljótt
um hina 94, af þeim fara engar sögur.
Hvernig stendur nú á því, að þessi eftir-
lttsaðferð á ekki við alla?
Það er t. d. af því, að sumir menn eru
svo vitgrannir, að þeir geta ekki borið ábyrgð
á gerðum sínum. Þótt þeir hafi góðan ásetn-
ing stoðar það ekki, þeir falla við fyrsta and-
blæ freistinganna. Þessir menn geta oft ekki
borið ábyrgð á gerðum sínum, þjóðfjelagið
verður að gera það, með því að ætla þeim
sjerstakt heimili við þeirra hæfi.
Þá eru aðrir, sem fremja ýms afbrot vegna
líkamlegrar veiklunar. Bandaríkjamenn ætla
þeim sjúkrahús og hressingarhæli, og Eng-
lendingar tala mjög um að koma þeim upp
líka.
Þá eru enn nokkrir, sem hafa meðfædda
glæpahneigð. Þeim verður að ætla sjerstakt
heimili, því að af þeim stafar andlegt sótt-
næmi. Þeir eru líklegir til foringja fyrir glæpa-
fjelögum, og geta eitrað alt umhverfið á stutt-
um tíma.
Ályktun.
Hvað getum við nú lært af reynslu annara
í þessu efni? og hverra framkvæmda er okk-
ur mest þörf?
Eftir þeirri þekkingu, sem jeg hefi af á-
standi okkar, bæði af afspurn og eigin raun,
er okkur orðin full þörf á barnaheimili. En
ekki ætti það að vera stórt, og engan að
senda þangað, sem önnur ráð eru með. Þar
á umfram alt að vera nóg af margháttuðu
starfi, og val á stjórnendum vandað, svo sem
auðið er.
En hversu mikil þörf sem er á þessu heim-
ili, er þó langtum meiri þörf á eftirlitsaðferð
þeirri, sem drepið er á hjer að framan. Ekki