Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 18

Sumargjöfin - 22.04.1926, Blaðsíða 18
18 SUMARGJQFlN Jeg á mömmu íuinni næst Guði að þakka fyvir heilbvigða sál í hraustum líkama. Doktor J. K. Kellogg, einn á meðan hinna frægustu lækna Bandaríkjanna, gefur eftir- fylgjandi lífsreglur: 1. Hvort heldur þú vinnur, leikur þjer eða sefur, þá ger þú það, ef mögulegt er, undir beru lofti. Sjá þú um að nægilegt hreint loft sje í herbergjum þeim, sem þú dvelur í, þegar þú ert inni. 2. Et og drekk að eins til þess að halda við heilsu og kröftum, og losa þú líkama þinn við úrgang fæðunnar að minsta kosta þrisvar á dag. 3. Hreyf þig daglega svo að þú svitnir og þreytist í hófi. Hollara er að ganga en ríða. 4. Sit þú ekki boginn, gakk þú beinn, og vinn eins upprjettur og auðið er. 5. Hvíl þig með því að skifta um störf. Þreyt þú þig eigi á tilbreytingarlausum skemtunum. Sof þú í 8 klukkustundir í sólarhring. 6. Halt þú líkama þínum hreinum, og hert bú húð þína með sólböðum, loftböðum og köldum vatnsböðum. 7. Varast þú alt eitur. 8. Varast þú smitun. 9. Klæð þú þig þægilega og skynsamlega. 10. Vert þú rólegur og glaður. Gæt þín fyrir þunglyndi og ofsalegum geðshræringum. Lif þú einföldu lífi. Það margborgar sig að gæta sjálfs sín. Týndi drengurinn. Hann var ekki viltur í stórhríð uppi á fjöll- um, og ekki einn á báti að hrekjast úti á hafi. Hefði svo verið, myndu hundruð manna hafa hætt lífi sínu, til þess að bjarga honum. Þá hefði nafn hans verið á allra vörum og í öllum blöðum. Því er nú ver og miður. Það er ekkert æfintýralegt nje æsandi í sambandi við manntjónið, og þó er það jafn sorglegt og það er raunverulegt. Sannleikurinn er sá, að faðir hans týndi honum. Hann mátti ekki vera að ganga með honum á daginn, sitja hjá honum á kvöldin og svara barnalegu spurningunum hans, ein- miít á þeim árunum, þegar orðið faðir táknar alt hið stærsta og göfugasta, sem til er, og svo tapaði hann drengnum sínum. Og móðir hans týndi honum. Hún var svo upptekin af sífeldum önnum við súkkulaði og kaffi, sígarettur og málfundi, að hún mátti ekki einu sinni vera að lesa með honum bænirnar. Vinnukonurnar urðu mömmur hans, sín í hvert skifli, og svo tók gatan við, og nú er hann týndur að heiman. Já, kirkjan týndi honum. Hún gaf honum þurra trúfræði í staðinn fyrir frelsarann sjálfan. Hann fjarlægðist hana og týndist. En borgin? — Hún viðurkendi aldrei að hún ætti í honum eða hefði nokkrar skyldur við hann. Þess vegna er hann nú bletfur á henni og byrði.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.