Sumargjöfin - 22.04.1926, Síða 22

Sumargjöfin - 22.04.1926, Síða 22
22 SUMARG JÖFIN jurtagarðar. Þeir jurtagarðar prýða heimilin og auka ánægju og lífsgleði heimamanna, auk þess, sem þeir hann binda þá sterkum heiin- ilisböndum. Sú ást, er þannig vaknar hjá börnunum til heimilisins, og þess staðar, er þau eru alin upp á, gerir þau stöðuglyndari, starfsamari og nýtari borgara. Það er trú mín, að almenningur og ekki síst þeir menn, sem fjalla um uppeldismál þjóðarinnar, skilji, áður en langt um líður, hina miklu þörf skólagarða hjer á landi, og hið veglega hlutverk þeirra. Þess mun varla verða langt að bíða, að skólagarðar rísi upp við hvern fastan skóla hjer á landi. Arngr. Kristjánsson. Brotagull. Börn yðar eru eigi yðar börn. Þau eru synir og dætur iifsins, sem þráir sjálft sig. Þau fæðast af yður, en eru eigi komin af yður. Og þó þau sjeu hjá yður, eru þau eigi eign yðar. Ast yðar getið þjer látið þeim í tje, en hugsanir yðar eru eigi þeirra, því að þau hafa sínar eigin hugsanir. Þjer getið gefið líkömum þeirra dvalarstað, en sálir þeirra getið þjer ekki innibyrgt; því að sálir þeirra dvelja í bústöðum framtíðarinnar, sem þjer getið eigi heimsótt, jafnvel eigi í draumum yðar. Þjer getið gert yður far um að líkjast þeim, en gerið eigi tilraun til að láta þau líkjast yður, því að lífið gengur eigi aftur á bak nje bindur sig við daginn í gær. Þjer eruð bogarnir, sem börnum yðar er skotið af, líkt og örvum, sem lífi eru gæddar. Bogamaðurinn sjer markið á vegi eilífðar- innar, og beygir yður með mætti sínum, svo að örvar hans berist langa vegu í skjótri svipan. Gleðjið yður í hendi bogamannsins, því eins og hann elskar örina, sem flýgur, þannig hefir hann og ást á boganum, sem bifast eigi. „Tlie Prophel", eftir Kahlil Qibran frá Persalandi. Margt og mikið hefir verið rætt og ritað um vínbannslög Bandaríkjanna, síðan þau voru samþykt. Nýlega barst hingað dagblað, sem gefið er út í Bandaríkjunum. I því er umsögn nokkurra helstu biskupa í Banda- ríkjunum, um bannlögin og þýðingu þeirra fyrir mannkynið og nauðsynina að vernda þau og koma í veg fyrir að þau sjeu brotin. Hver, sem þekkir nokkuð til í Bandaríkj- unum, veit, að ekkert mál er rætt þar eins mikið og bannmálið. Þeir, sem vilja fylgjast með í þeim málum, sem rædd eru í því sambandi, þurfa að kynna sjer þau frá báð- um hliðum. Mjer virðist flest það, sem birst hefir hjer í blöðum, bera vott um að ein- ungis sje tekin önnur hlið málsins. Meðan svo er, er hætt við misskilningi og rang- hermi. Jeg vil því gefa örfá sýnishorn af ummælum nokkurra helstu biskupa Banda- ríkjanna, og vona jeg að þau sjeu ekki ó- merkari en sumt það, sem smámsaman hefir birst um málið í blöðum höfuðstaðarins. A prestastefnu, sem haldin var í ríkinu lowa, fórust Morrison biskupi orð á þessa leið: »Jeg hefi aldrei verið alger bindindismaður. Áður en bannið komst á, tók jeg mjer glas þegar mig langaði til; en nú hefi jeg breytt um skoðun. Nú er jeg alger bindindis- og bannmaður og því meðmæltur að lögunum sje framfylgt eins og þau eru. Þetta er til- laga mín, af því að jeg trúi því, að það sje mannkyninu fyrir bestu, að lögunum sje stranglega framfylgt, og að þeirra sje öflug- lega gætt. Nútíminn gerir þetta að nauðsyn.

x

Sumargjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.