Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 13

Dvöl - 23.12.1934, Blaðsíða 13
23. des. 1934 D V Ö L 13 hafi leynst margt mannsefnið — sem aldrei náði að njóta sín, sem aldrei náði að varpa ljóma yfir ætt- land sitt, vegna ánauðar, ills upp- eldis og heimskulegra þjóðfélags- hátta. -— Menn eru flestir fúsir á, að sættast við fortíðina. Ég geri það ekki. Ég veit vel, að ekki tjá- ir að sakast um orðna hluti, eins og þetta. Það verður aldrei bætt. En hinu held ég fram, að okkar kynslóð, og þær, sem eftir okkur koma, eigi að festa sjónir á þessum og öðrum ritum feðra sinna — og láta sér þau að varnaði verða. I. Saga vor er fyrst og fremst saga hinna efnuðu ætta í landinu. Hún segir mest frá höfðingjum, klerkum og öðrum lærðum mönn- um. Þeir hafa ritað söguna. En um alþýðu manna vitum við fátt, nema það, sem lesa má milli lín- unna í sögu höfðingjanna. — Þó hafa, mest fyrir tilviljun, geymst sagnir um einstaka alþýðumenn, sem, eftir öllum merkjum að dæma, hafa verið gæddir framúr- skarandi hæfileikum og ódrep- andi þekkingarfýsn. Og það er frá örfáum þeirra, sem ég ætla að segja ykkur. Seint í júlímánuði á því herr- ans ári 1815 hélt stór l,est niður uni Langadal í Húnavatnssýslu. Éyrir henni réð enskur maður, Ebenezer Henderson að nafni. Hitt voru fylgdarmenn hans. Um kvöldið slóu þeir tjöldum neðst í dalnum. Fylgdarmennirnir fóru að bjástra við hesta og farangur, en foringinn settist inn í tjald og tók að rita í dagbókn sína. Sumarkvöldið var kyrrt. - Allt í einu heyrist hóf adynur. Tveir f erða- menn ríða heim að tjöldunum, en stór ullarlest heldur áfram úteft- ir veginum. Þessir ferðamenn eru þokkalega búnir, að þeirra tíma hætti. Þeir gefa sig á tal við fylgdarmennina, spyrja almennra tíðinda, og þegar þeir frétta, að útlendingur ráði fyrir leiðangrin- um, langar þá til að hafa tal af honum, því að þeir hafa aldrei séð Englending. Henderson segir svo frá þessum mönnum, að ann- ar þeirra hafi verið alkunnur gullsmiður, sem hafi jafnast á við færustu gullsmiði í Kaupmanna- höfn, enda þótt hann hefði aldrei notið tilsagnar í iðn sinni og aldrei farið utan. Og til dæmis um snilld hans, segir Henderson það, að hann hafi smíðað stunda- klukku, einn og án allrar aðstoð- ar. Hinn komumaðurinn hafði sig lítt í frammi. — „Ég hélt í fyrstu“, segir Henderson, „að hann væri dauðýfli og heimskingi, en við höfðum ekki talað saman í marg- ar mínútur, þegar hann fór að skeggræða um aðrar stjörnur með slíkri mælsku og skarpleika, að ég varð alveg forviða“. Þessi maður hélt því fram við Henderson, að reikistjörnurnar í sólkerfi voru hlytu aðvera byggð- ar, af því að þær væru sama eðl-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.