Dvöl - 23.12.1934, Síða 14

Dvöl - 23.12.1934, Síða 14
14 D V Ö L 23. des. 1034 is og jörðiri. Hann kannast vel við stjörnumeistarann Herschel í London og veit, að hann hefir þá eigi alls fyrir löngu fundið nýja reikistjörnu, Uranus. Hann gerir sér von um, að Henderson muni geta veitt honum fróðleik um ýms viðfangsefni sín. En Henderson gat það ekki. Hann gat aðeins lát- ið það í ljósi, að hann væri sömu skoðunar og þessi íslenzki al- múgamaður. Bóndanum var það að vísu nokkur huggun, en hann getur þess, hve sárt sér falli það, að hafa ekki efni á því að fara til útlanda, einkum til þess, að finna Herschel stjörnufræðing, því að hann hefði margar spurningar, sem hann mund-i þá leggja fyrir hann, bæði um þessi efni og önnur. Svo eftir nokkra stund kveðja þessir komumenn, stíga á bak og þeysa eftir lestinni. Hófatakið hverfur í fjarska, og þeir hverfa úr sögunni. Þeir koma ókunnir, enginn veit hvaðan. Og þeir fara nafnlausir í áttina til Skaga- strandarkaupstaðar. Tveir ís- lenzkir almúgamenn á því herr- ans ári 1815. En þeir urpu samt ljóma yfir ættland sitt, því að Englendingurinn fékk nóg að skrifa um í dagbókina sína, þegar þeir voru farnir. Og hann getur þeirra í ferðabók sinni, sem varð víðkunnugt rit í útlöndum. Mér finnst ég kannast við þenn- an sveitaheimspeking og stjörnu- fræðing. Ég hefi mætt ýmsum ís- lendingum svipuðum honum í sjón og raun, viðutan og dálítið ank- analegum, en sífellt í glímu við gátur og brennandi af fróðleiks- fýsn. Flestir gáfaðir íslendingar virðast mér bera nokkurt ættar- mót með kolbítnum, með Hreið- Við skulum nú víkja okkur til í tíma og rúmi og heimsækja ari heimska. stærðfræðinginn í Þórormstungu. Það var árið 1860 og komið fram undir höfuðdag. Þá ríða tveir menn fram Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Það var presturinn á Undirfelli og enskur ferðamaður, Friðrik nokkur Metcalfe. Þeir halda heim að Þórormstungu. Gamall maður situr á hlaðinu og dengir ljá. Það er bónd- inn, Jón Bjarnason. Hann stend- ur upp á móti komumönnum og býður þéim inn, því að þennan aldurhnigna bónda ætlar hinn enski fræðimaður að finna. Hann biður nú bónda að sýna sér syrpu sína, og þar kennir margra grasa. Fyrst verða fyrir útreikningar og uppdrættir af tunglmyrkva, sem þá var í vændum, og allt er það rétt og ljómandi laglega gert. Næst kemur rit og útreikningar um brautir halastjarnanna. Síðan minni ritgerðir um grasafræði, efnafræði og steinafræði; þá ýms- ar athuganir um sjávarföll, veð- urfræði, þunga reikistjarnanna og margt fleira. Og loks koma al- manök fyrir næsta ár, sem Jón Bjarnason var að reikna út í frí- stundum sínum handa sér og

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.