Dvöl - 28.04.1935, Qupperneq 4

Dvöl - 28.04.1935, Qupperneq 4
4 D V Ö L 28. apríl 1036 í Lido. Honum leið svo vel, er hann tók aftur upp venjur sín- ar heima fyrir. — Þér getið tæpast ímyndað yður hversu mik- ið hann náði sér á vikutíma heima.« Isobel Fairlie roðnaði. »En hann var gamall maður, herra Lighton,« andmælti hún þýðlega. »1 hitan um í ágústmánuði hlýtur ferðalag- ið frá Feneyjum að hafa þreytt hann afar mikið. Og áður var hann búinn að fá hósta.« Leighton kinkaði kolli. »Hóstinn var horfinn eftir viku,« sagði hann þurrlega. Rétt er það, að hann var ekki lengur ungur, eins og þár segið. En í mínum augum var hann ekki gamall fyrr en hann kom úr þessu orlofi. Mér hnykkti við að sjá mun- inn á honum. Þegar hann lagði af stað til að heimsækja yður, leit hann ekki út fyrir að vera meira en sextugur, en þegar hann kom aftur---------« »Hann var sjötíu og fjögra,« sagði hún. »0g hann leit út fyrir að vera það, ungfrú Fairlie, ekki degi yngri.« Leighton þagnaði og hélt svo áfram alúðlegri. »Ég hefi stundum verið að hugsa um, hvort hann hafi haft hugbcð um, að dauðinn var í nánd. Hann var svo ákafur eftir að ljúka Kristalsvas- anum. Aldrei, öll árin, sem ég var skrifari hans, var hann eins fljót- ur að semja og síðustu sex vikurn- ar eða eftir að hann kom frá Lido, þangað til hann lagðist banaleg- una. Seinna skildi ég, að þetta var kapphlaup við dauðann.« »0-o?« Þessi hvíslandi spurning vakti á svipstundu upp gremjuna, seni Leighton bjó yfir og gat tæpast dulið. »Já, eftir fimm einskis nýt ár, mætti maður segja. Og þv‘ kapphlaupi tapaði hann.« Hann gladdist, er hann sá, að hún kveinkaði sér og yfir að sjá þján- inguna í gráu augunum hennar. Eins og ósjálfrátt hélt hann áfram, ákafur í að gera upp reikninginn. »Ég gat ekki varist að minnaðt áranna, er eytt var til einkis, með- an ég hlustaði á útfararræðurn- ar, einkum undir lofræðu Barries, og þá minntist ég þess einnig, að beztu bók Varians var aldrei lok- ið. Hún var ófullgert snilldarverk- Eins og þér vitið, þurfti ekki svo að fara.« »Er snilldarverk þrátt fyrir allt,« staðhæfði Isobel Fairlie. »0g það á heimurinn yður að þakka, herra Leighton. Ef þér hefðuð ekki búið hana undir prentun — _ —« Leighton setti frá sér bollann- »Eg gerði aðeins skyldu mína, en það var erfið skylda, því ég veit hvernig þessi bók hefði getað orð- ið.« Isobel Fairlie brosti þunglynd' islega. »Hann lét eftir sig margaT bækur, herra Leighton, en naut lítillar hamingju. Reynið þér að muna það.«

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.