Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 28. apríl 1935 Hann Jítlí vinur minn Vinurinn minn litli er Ijós á brún og brá, og brosiö lians er traust á öllum mönnum, þó mátturinn sé veikur, hann vildi feginn fá sinn fulla hlut af dagsins striti og önnum. En heimurinn er skritinn og hefir þess ei þörf og þykist jafnvel komast af með fœrri, og vinurinn minn litli fœr engin arðbœr störf, svo er nú reyndar líka’ um marga stœrri. Og þvi er kátur leikur hans líf i starfsins stað en stundum er þó fátt i gullaskrinum, hann unir ekld lestri en lœtur brot í blað og býr til slcip úr pennastokknum sinum. Er koma skip- til hafnar og heilsa rámum róm, og reykvískt fólk er dagsins önnum kafið, liann gengur niðu’r að stróndu, á stórum, skökkum skóm, og skipi litlu siglir út á hafið. Þar rísa sjaldan öldur, .er aldrei langt til lands, þó litla skipið sigli fyrir blœnum, en þessi stutta fleyta er stór i huga hans og hafið, sem er tjörnin hérna’ i bœnum. Þar leynast aldrei boðar, og engin skaðvæn sker, og skipið tjörnin ber á mjúkum höndum, frá höfnum. Vonarstrœtis með steinafarm, það fer og flytur hann áð Tjarnargötu ströndum. Það horfa upp’ á ströndinni augu blið og blá og bœrinn, skipið, allt er Ijóma vafið, ég aumka litla vin minn að verða seinna’ að sjá, að seglin voru bréf, en tjörnin hafið. En þetta’ er gangur lífsins, fyrst leikur bros um brár, og bjart er allt og stórt, en sumt er skrltið, en þegar leikfong brotna, og líða æskuár, er allt, sem stœrst var fyrrum, harla lítið. Og senn er œskan liðin, við leik þá skipast skammt, og skuggar hafa bœinn örmum vafið, en vinur minn er glaður og gœfusamur samt og siglir liilu skipi út á hafið. i/m Snorrason.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.