Dvöl - 01.09.1935, Side 6
6
D V
1. september 1935
anda tók boði höfðingjans og
lofaði að gerast kona hans með
hessu skilyrði. Hún gat þó komið
honum í skilning um það, að í
sínu landi mætti giftingin ekki
fara fram fyrr en mánuði eftir
trúlofunina eða ákvörðunina, og
laffgju til þess trúarlegar ástæð-
ur. Ennfremur sagði hún honum,
að ef hann snerti eitt hár á höfði
Don Sebastians, myndi hún
drýgja sjálfsmorð samstundis.
Siripa bað hana ganga til kofa
síns og lofaði að gefa manni
hennar líf, en lofaði því jafn-
framf, að ef hann kæmist að því
að þau tvö töluðust við framar,
skyldi hann drepa þau bæði nxeð
þeim hræðilegustu pyntingum,
sem fjandinn sjálfur hefir kennt
börnum sínum, Indíánum.
Don Sebastian var færður úr
fötum sínum og málaður allur á
Indíána vísu. Hann var settur til
að vinna öll verstu og smánar-
legustu verkin, en allt þoldi hann
með auðmýkt, af því að hann
fékk að vera nálægt konunni, sem
liann elskaði og gat séð hana á-
lengdar stöku sinnum.
Þér, sem hafið elskað, getið ef-
laust gizkað á það — eins og ég
get — að áður en vika var liðin,
höfðu Don Sebastian og frú Mir-
anda fundið ráð til þess að hitt-
ast, þrátt fyrir hina ströngu
gæzlu. Þau hittust, fullvissuðu
hvort annað um ást sína, og töl-
uðu jafnvel um möguleika til að
strjúka.
Ö L
Yngsta kona Indíánahöfðingj-
ans, sem hafði verið yndi hans
og eftirlæti, unz Miranda kom,
sýndi hinni spönsku konu óvirð-
ingu í orðum og gerði henni yfir-
leitt allt illt, sem hún gat. Dag
nokkurn, þegar hún hótaði öllu
i'lu, sagði Miranda við hana:
— Heldurðu kannske, að mig
Jangi minna til að losna við mann
þinn, Indíánahöfðingjann, en þig
langar til að losna við mig? Svo
sýndi hún stúlkunni fram á, að
gleymt væri hvert gengið, og ef
hún aðeins gæti komizt í burtu,
myndi Indíánahöfðinginn sm'ia
sér aftur að hinni fyrrverandi
uppáhaldskonu sinni. Að lokum
bauðst Indíánastúlkan til að
hjálpa Miranda og manni hennar
til að flýja. Fyrst kom! hún þvi
svo fyrir, að Don Sebastian gat
heimsótt lvonu sína í kofann kvöld
eitt, svo að þau gætu komið sér
saman um tilhögun flóttans.
Hve dásamleg stund þessi nótt
þefir verið fyrir elskendurna, geta
einungis þeir ímyndað sér, sem
sjálfir elska. Þess vegna ætla ég
ekki að reyna að lýsa því fyrir
yður, heiðruðu frúr. En víst er
það, að þegar nóttin var á enda
og dagur rann, sátu þau Don Se-
bastian og frú Miranda enn sam-
an og töluðust við, eins og þau
liefðu nú fyrst séð hvort annað
og myndu aldrei framar sjást. —
En nú vildi svo til, að Indíána-
stúlkan unga, sem hafði hjálpað
til að lvoma þessu í kring, reyndi