Dvöl - 31.12.1935, Qupperneq 1

Dvöl - 31.12.1935, Qupperneq 1
EYLGIRIT NÝJA DAGBLAÐSINS III. árg. Reykjavík 31. desember 1935 29. hefti Brúin, sem myndin hér er af, og sifgð er að vera fegursta brú landsins, erá sýslu- mótum og tengir saman tvær sýslur í sama héraöi. - - Nú eru óramót. Margs er aö minnast frá liðna árinu og margs aö vona i sambandi viö hiö komandi ár. Þaö sem gefur líflnu einna mest gildi er hin eilífa von - leit nð einhverju betra og fullkomnara, en hið gamla heflr veitt oss. Störf og framkvæmdir í rétta átt, þótt þau misheppnist eru betri en kyrrstaða. Þaö er betra að hafa reist hugnæma loftkastala á hinu gamla ári, þótt þeir kunni fiestir eða allir að hrynja á hinu nýja, heldur en aö hafa aldrei eignast neítt, sem hrifur hugann. Vér söknum samt þess hrunda - og liðna, hafl það verið oss kært; en traust brú er milli þess og hins ókomna. — I dag er oss mest í huga aö geta á morgun „stigið hiklaust og vonglaðir inn“ á nýja áriö, En þó aö þetta líðandi ár veröi horflö á morgun „1 aldanna skaut og yflr á það verði ekki hægt að komast nema á brú endurminn- inganna, þá er þar trausta brú -• og fagra — að fara, sé hún byggð úr söknuði, tryggð og kærleika. Þá er henni ekki hættara viö að bresta en hinni veglegu Hvít- árbrú, er liggur yflr skolgrátt óigandi jökulfljótiö og gerir vegfarandanum leiöina greiða milli systrasýslnanna, - þeirrar, er aö baki liggur og hinnar, sem er framundan.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.