Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 9

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 9
1911—1936 VALUR 25 ÁRA 9 Fyrstu sigurvegarar Vals, II. fl. 1919. Friðriks Friðrikssonar, var að matast við eldhúsborðið á 1. hæð hússins, vissi hann ekki fyrri til en knöttur þeirra kom þjótandi gegnum gluggann og glerbrotun- um rigndi yfir matinn. Þessir leikir piltanna í UD voru upphaflega einungis óskipuleg dægrastytting. Þar var engin sér- stök hlutverkaskipting, enda var lítið svigrúm i portinu bak við félagshúsið. Reyndi þvi hver og einn að spyrna knettinum af sem mestum ákafa eitthvað út i loft- ið, og aðalárangurinn voru rúðu- spellin, sem áður er getið. En brátt rak að því, að portið varð drengjunum of þröngur leik- vangur. Þá var haldið út á Mel- ana, þangað, sem reykvískir knattspyrnumenn hafa jafnan síðan farið til þess að stunda íþrótt sína og sækja sér aukinn dug. Áður en lengra er rakið, vilj- um vér gefa Guðbirni fram- kvæmdarstjóra Guðmundssyni orðið. Hann var um þessar mund- ir við prentunarnám í ísafoldar- prentsmiðju og einn af áliuga- sömustu æskumönnunum í K.F. U.M. Guðhjörn segir þannig frá: Um það leyti, sem áhugi fyrir knattspyrnu var að vakna meðal unglinga i Reykjavík og þar með drengja í K.F.U.M., var Ólafur Rósenkranz, leikfimiskennari i Mentaskólanum, en vann jafn- framt á skrifstofu ísafoldar- prentsmiðju. Eitt sinn bar það við, að við Ólafur vorum að taka lil í herbergi einu í prentsmiðj- unni, en í þessu lierbergi var þá geymt skrifborð Jóns Sigurðsson- ar l'orseta. Þegar við vorum að laga til í kringum borðið og und- ir því, kom alt í einu fótknöttur veltandi undan horðinu. Átti Ól- afur knöttinn, og var hann að vísu allslitinn, en þó sæmilegur. Guðhjörn var nú ekki seinn á sér, en falaði þegar knöttinn af afi. Varð það úr, að Ólafur seldi honum knöttinn fyrir 2 kr. Seg- ist Guðbirni þannig frá, að utan um þennan knött, sem oltið hafði upp í fangið á honum undan skrifborði Jóns Sigurðssonar, hafi fyrstu áhugamennirnir i K.F.U.M. safnast til knattspyrnuiðkana, og er þangað að rekja vísinn til þess, að Valur varð til. Er nú skemst frá að segja, að gengist var fyrir stofnfundi félagsins 11. maí 1911, og voru stofnendurnir sex, sem allir liafa siðar orðið kunnir menn: Filippus Guðmundsson múrarameistari, Guðbjörn Guð- mundsson framkv.stj., Hallur Þorleifsson kaupm., Jóhannes Sigurðsson framkv.stj., Páll Sig- urðsson prentari og Stefán Ól- afsson umsjónarm.( er andaðist árið 1927). Framhaldsstofnfundur var síð- an lialdinn 28. maí, og gengu þá inn i félagið þessir menn: Guð- mundur Guðjónsson verslunarstj., Kristján Gíslason járnsmiður, Loftur Guðmundsson kgl. hirð- ljósmyndari, Ottó Jónsson múr- ari og Sveinn Þorkelsson kaup- maður. Allir voru þessir menn þá kornungir. Sjálfsagt hefir þá ekki órað fyrir því, hve merkilegt spor þeir voru að stíga, er þeir stofn- uðu Val, því að engan mun þá liafa grunað, að hundruð ungra manna mundu í náinni framtið eiga fyrir sér að ganga i félagið. Hitt var þessum ötulu drengjum ljóst, að þeir ætluðu sér að verða góðir knattspyrnumenn, og með það fyrirheit í liuga kusu þeir Loft Guðmundsson formann hins nýstofnaða félags, hypjnðu sig úr portinu bak við hús K.F.U.M. og héldu vestur á Mela. II. flokkur 1925.

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.