Valur 25 ára - 11.05.1936, Page 11
1911—1936
VALUR 25 ÁRA
11
II. flokkur 1922.
um í K.F.U.M. „sem með siðprýði,
áhuga og félagslyndi gjörðuð
mér gleði og K.F.U.M. sóma á
leikvellinum og annarstaðar“,
stendur í tileinkuninni.
Þessi litla bók, sem nú mun í
fárra manna eigu, varð hinum
ungu og upprennandi knatt-
spyrnumönnum i K.F.U.M. ómet-
anleg hvöt. I lienni var kvæði
mikið i 10 þáttum, samtals 100
erindi, sem liöf. nefndi: Sumar-
líf í K.F.U.M. Enn fremur voru
þar tvær ræður, önnur (Sursum
corda) flutt i Lágafellskirkju á
gönguför knattspyrnufélags K.F.
U.M. sunnudaginn 16. júlí 1911,
hin (Fair play) flutt við vigslu
knattspyrnuvallar K.F.U.M. 6.
ágúst sama ár. En loks eru i rit-
inu þrjú kvæði, sem hvert manns-
barn í K.F.U.M. hefir síðan marg-
oft lesið og sungið og flestir munu
raunar hafa lært.
Það væri freistandi að taka hér
upp allmikið úr þessari merku
bók, en því miður leyfir rúmið
það ekki. Þó getum vér eigi stilt
oss um að tilfæra 47. erindi hins
mikla kvæðis. Það er á þessa leið:
Leikurinn kennir list þá mönnum,
limum teitir vel að beiti,
reilcni út með auga, að fótur
ávalt sæti bragði mætu.
Ekkert fum má svinnum sæma,
sé æ ró í kappi fróu,
rósamt geð á markið miðar,
mun sú stilling kenna snilli.
Ræða sú, er síra Friðrik flutti
við vígslu knattspyrnuvallarins,
er mjög lærdómsrilc og markar
Ijóslega stefnu knattspyrnustarfs-
ins i K.F.U.M. Þar leggur hann
hinum ungu vinum sínum lífs-
reglur, sem þeir munu allir liafa
talið sér skylt og sæmandi að
fylgja. Eftirfarandi kafli úr ræð-
unni sýnir ljóslega, hve merkileg-
an grundvöll síra Friðrik lagði
með henni að starfi Vals:
„Þér ungu menn, sem standið
nú í röðum reiðubúnir að ganga
inn á hið nýj a svæði til leiks, sýn-
ið að þér getið leikið með kappi
og fjöri og þó sem göfugir, ungir
menn, sem fullkomlega hafið vald
yfir yður. — Náið þessu valdi,
livað sem það kostar. Náið valdi
yfir limum yðar; æfið augun að
sjá fljótt, hvað gjöra skal, æfið
fæturna, til þess að þeir gefi
mátulegt spark eftir því, sem
augað reiknar út, að með þurfi;
æfið liendurnar til þess að fálma
ekki út i bláinn, til þess að gjöra
einmitt þær hreyfingar, sem við
eiga; látið liendur og handleggi
verða svo sjaldan sem unt er fyr-
ir knettinum; æfið tungu yðar,
svo að engin óþarfa orð heyrist.
Leggið alla stund á að leggja
fegurð inn í leik yðar, látið aldrei
kappið bera fegurðina ofurliði.
Látið ekki likamann vera i 18
hlykkjum, heldur látið hvern
vöðva vera stæltan og allan lík-
amann í þeirri stellingu, sem feg-
urst er.
Verið þar á svæðinu, sem yður
ber að vera, hverjum samkvæmt
skyldu sinni og varist blindan
ákafa og fum. Allur þjösnaskap-
ur veri langt frá yður.
Kærið yður ekki um að vinna
með röngu eða ódrengilegu
bragði. Þeir sterlcari holi alclrei
hinum yngri og linari frá réttum
leik.
Segið ávalt satt og venjið yður
á að segja til, ef yður verður eitt-
hvað á og jála það.
Hælist aldrei vfir þeim, sem
tapa, og gleðjist líka yfir vel-
leiknu sparki lijá mótleiksmönn-
um yðar.
Látið aldrei ófagurt pex eða
þráttanir skemma leikinn. Verið
fljótir að hlýða þeim, sem leik
stjórna, einnig þó að þeir séu
yngri.
Leiðréttið og segið til með hóg-
værð þeim, sem óæfðari eru og
kallið engan lclaiifa, þótt örðugt
gangi í fyrstu......Munið ávalt
eftir því, að leikur vor er ekki
aðeins stundargaman, heldur á
hann að vera til þess að gjöra
oss betri, göfugri, heiðarlegri og
karlmannlegri með hverri æfing.
Og samlíf vort á leiksviðinu og
utan þess á að efla kristindóm
vorn og vera guði til dýrðar.“ —
Þannig marlcaði hinn góði for-
ingi stefnu hins unga knatt-