Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 13
19 11 — 1 9 3 6
VALUR 25 ÁRA
13
SÍRA FRIBRIK FRIÐRIKSSON:
VALUR - Knattspyrnufélag K.F.U.M.
„Valur“ hefur mælzt til þess
að ég ritaði nokkrar línur í hátíða-
rit félagsins út af 25 ára afmæli
knattspyrnunnar innan K. F. U.
M. Það er mér auðvitað ánægja,
en mig liefur vantað tíma til þess
sem eg helzt vildi, og svo liafa
ýmsar ástæður valdið því, að ég
á síðari árum hef ekki getað haft
þau afskifti af þessari íþrótt, og
starfi „Vals“, sem þurft hefði til
þes að viðhalda hinni innri glóð
og fögnuði, sem þarf að eiga sér
stað, ef skrifa á með lífi og fjöri
um slíkt menningarstarf, sem
knattspyTnuíþróttin er og getur
verið.
Þrátt fyrir þetta get ég samt
sem áður sagt, að ekkert hefur
breyst í þeirri liugsjón, sem gjörði
mér þessa íþrótt svo kæra. En ég
hef lýst því svo oft áður, að ég
hygg að ég geti litið annað skráð
um þetta efni en upptekning á
því, sem ég áður hef sagt i ræð-
um og riti.
í 25 ár hefur þá „Valur“ lifað
frá þeirri stund er hinir fáu og
ungu piltar tóku sig saman um
að stofna þetta sérstarf í K. F. U.
M. Tuttugu og fimm ár eru fljót
að líða, en mikið getur gjörzt á
einum aldarfjórðungi og margt
breyst. Ætti engri kynslóð að vera
það ljósara, en þeirri, sem kom-
in var til vits og nokkurs þroska
fyrir þeim 25 árum, sem nú eru
liðin. Heimurinn hefur tekið svo
miklum breytingum á þessum ár-
um. Að knattspyrnu-íþróttin hef-
ur haldið velli i þessi 25 ár, sýnir
að hún hefur sitt verðmai’ti og
gildi i sér sjálfri og gefur mér
von um að liún geti verið, ef rétt
er á haldið, eitt af þeim góðu öfl-
um, sem verða samverkandi til
þess að byggja hið nýja á rústum
þess gamla. — Þess vegna hef ég
enn þá sömu trú á þessari íþrótt
og þá, er ég fékk fyrir nær 25 ár-
um hið ógleymanlega kvöld, þeg-
Síra Friðrik Friðriksson.
ar augu mín opnuðust fyrir gildi
hennar í þjónustu hins sígilda
málefnis, kristindómsins, fyjrir
æskuna. Það er mér og fleirum
um að kenna að hún liefur ekki
verið sú máttarstoð fyrir kristi-
legum siðferðisþroska eins og þá
vakti fyrir mér. — Eg hef lýst
þessu svo opt að ég fer ekki hér
að endurtaka það. Aðstaðan fyrir
„Val“ hefur heldur iekki alt af
verið góð og sér í lagi hefur það
verið mikill hnekkir að geta ekki
liaft vorn eigin leikvöll út af fyr-
ir oss nú í mörg ár. Sömuleiðis
liefur það einnig orðið til hnekk-
is að húsnæðið í húsi KFUM hef-
ir verið svo lítið að margar grein-
ar félagsins liafa ekki getað haft
þá umgengni í félagshúsinu, sem
skyldi, og við það hafa einatt
slíkar greinar komist í nokkra
fjarlægð og samvinnan minkað
við það. En þrátt fyrir alt þetta
lief ég óhifanlega trú á að fram-
tíðin heri betri kjör og kosti í
skauti sér, til þess að þessi blóm-
lega grein göfugrar íþróttar ekki
þurfi að hverfa úr félagsstarfinu.
Eg óska því einskis heitar en að
aftur megi myndast sú samvinna,
að „Valur“ verði að fullu það, sem
honum var upprunalega ætlað, og
allur andinn í samstarfinu verði
þannig, að hið kristilega líf með-
al ungra íþróttamanna megi auk-
ast og eflast fyrir starf „Vals“ á
komandi tíð. Trú mín á þýðingu
knattspyrnuíþróttarinnar fyrir al-
liliða þroskun ungra manna hef-
ir ekki veiklast og er sú sama sem
ég hef framsett í bæklingunnum
„Úti og inni“, „Keppinautunum“,
og í söngnum: „Gangið fram á
svæðið sveinar“, — en það er
komið undir oss, sem eigum að
setja hinar háu hugsjónir í fram-
kvæmd, hvort þessu takmarki
verður náð.
Það er þvi heillaósk mín á þessu
25 ára afmæli „Vals“, að þetta
megi takast á komandi árum. —
Guð blessi framtíð þessarar grein-
ar á stofni KFUM!
Fr. Friðriksson.
Gangið fram á svæðið sveinar,
senn mun byrja þessi hríð;
mældar eru mönnum reinar,
markið skín við djörfum lýð.
Framherjanna’ á flýti reynir,
framverðirnir hlífi’ ei sér,
ef þeir verða alt of seinir,
alt í handaskolum fer.
Fram, fram, frækið lið!
Fram, fram, sækið þið!
Fram skal bruna og knöttinn knýja,
komist fram hjá línum tveim,
afturverðir ef dáð þá drýgja,
dugið vel á móti þeim.
Leikið saman og sætið færi,
sendið knöttinn burt úr þöng,
inn í markið ef hann bæri,
óp þá hefjið snjöll og löng.
Fr. Fr.