Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 16

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 16
16 VALUR 2 5 ÁIíA 1 9 1 1—1 9 3 6 Jón Sigurdsson, læknir: :jr . - A«' Dómarinn flautar og leikurinn liefst. Knettinum er spyrnt frá manni til manns, kappliði til kappliðs, af öðrum vallarhelm- ingnum á hinn, fram og aftur, langt og skamt, í lofti og með jörðu, hratt, fast, samt létt og lipurt, ákveðið og örugt, og nú áfram, áfram og enn fram, fram, og — i mark. Gleði. Vonbrigði. — Nokkur augnablik, og knattspyrnumenn- irnir hlaupa hver á sinn stað og biða þess að leikur hefjist á ný. Þeir raða sér niður, ekki af til- viljun, heldur skipulega og með ákveðnu millibili. Hver hefir síns staðar að gæta og sitt á- kveðna hlutverk að leysa af hendi. Fimm framherjar i beinni sóknarlínu yfir völlinn, á bak við þá eru framverðirnir þrír, er bregða við jafnskjótt og sóknin bilar, eða liætta er á upphlaupi mótherjanna, en fyrir aftan fram- verðina koma bakverðimir tveir, sem síðasta varnarlína fyrir fram- an markhliðið. Reynist varnarlín- urnar ekki nógu sterkar, og mót- herjinn kemst þrátt fyrir þær í skotfæri, er siðasta vörn vígisins markvörðurinn, sem trúr stendur á verði i markinu og fylgir með athygli gangi leiksins, svo að ekk- ert upphlaup, ekkert skot á mark- ið komi honum á óvart. Þeir standa þarna hver fyrir sig, þó ekki sem einstaklingar, heldur ein heild, flokkurinn, kappliðið, félagið. Þeir vita, að einir fá þeir litlu sem engu áork- að. Þeir eru ellefu í hvoru liði og ellefu liugsa þeir hina sömu hugsun, að allir skulu þeir vinna saman sem einn væri, hugsa sem einn maður, mæta mótlierjunum sem samheld lieild, er örugt ver sitt eigið mark og með samleik og leikni kemst fram hjá varnar- línum mótherjanna og skorar mark. Hinn killandi órói tauga- óstyrksins, sem þeir e. t. v. hafa fundið til i upphafi leiks, er nú / horfinn og það er eftirvænting og einbeitni, sem skin út úr hverju andliti. Hið lapaða skal unnið unnið aftur! Hið unna skal var- ið og margfaldað! Leikurinn hefst á ný. Flokk- arnir hafa knöttinn til skiftis,' sókn breytist í vörn og vörn i sókn og knötturinn herst marka í millum á nokkrum augnablik- um. Það er liraði og fjör yfir leiknum, leikmenn úr háðum lið- um þeysa á eftir knettinum, ekki allir, lieldur ekki margir, aðeins fáir, þeir sem það svæði heyrir undir, sem knötturinn er á i það og það skiftið. Um leið hreyfist þó alt liðið eins og af sjálfu sér, eftir ákveðnu lögmáli, líkt og net, sem teygt er á í ýmsar áttir, möskvanir minka og stækka á víxl, en leikmennirnir eru liáðir liver öðrum og afstöðunni hver til annars, þeir fylgja á eftir liver öðrum, vinna saman og lijálpast að beint og óbeint. Margra ára æfing hefir gefið þeim aðdáunarvert vald á öllum líkamanum, þeir beygja sig og teygja, hoppa, stökkva og lilaupa, taka knöttinn, í livernig svo sem afstöðu þeir standa við honum og hvaðan sem hann kemur, og beina honum um leið með liöfði eða fæti þangað, — og nákvæmlega þangað, — sem heppilegast þykir. Upphlaujiin eru skæð og hættu- leg á báða bóga og vel bygð, því að ekkert skarð má standa opið, svo að ekki verði snögg umskifti og sóknin færist yfir að hinu markinu. Ilinar skjótu hreyfing- ar og öruggi gangur leiksins sýn- ir fljótan og skarpan hugsana- gang knattspyrnumannsins, hann er snarráður og gerir sér á einu augnabliki ljóst, hvar liann sjálf- ur er staddur á vellinum, hvernig afstaða hans er til samherja lians og mótherja, og loks í hvernig afstöðu flokkurinn er til sóknar og varnar. Hann framkvæmir fljótt og örugt það, sem hann gerir, oft liefir liann aðeins augnahlik til þess, og þó er hver lireyfing og spyrna vel yfirveguð og í samræmi við þá heildarhugs- un, sem er með öllu liðinu og sem liefir myndast við margra ára samæfing, reynslu og við- kynning. Öll hin mörgu og ströngu ákvæði knattspyrnulaganna skulu í heiðri höfð, og þó fyrst og fremst liin óskráðu og skráðu lög drengskaparins. Knattsþgrnan er bggð á óeigingjörnum samleik og drengilegri kepni, en vanti ann- að af þessu, er það engin knatt- spgrna. Nú er langt liðið á leik. Við finnum, hvernig spenningurinn eykst. Bæði liðin gera sitt ýtrasta; það liefir margur kappleikurinn unnist á síðustu mínútunni. Hin- ir þolgóðu lilauparar eru ennþá sprettliarðir og lilaupa liðlega með knöttinn fram hjá mótherj- unum. Síðustu tilraunir eru gerð- ar á háðar liliðar, — og dómar- inn flautar i siðasta sinni. Ósigrinum er tekið karlmann- lega. Hinir sigruðu þakka sigur- vegurum sínum leikinn með húrrahrópum, og er svarað á sama hátt. Með afbrigðum góður og skemtilegur leikur! En sjáum við oft svo fullkom- inn leik? Nei, þvi miður alt of sjaldan. Það er afar erfitt og tek- ur mjög langan tima, að ná góðu valdi á likama sinum og skap- gerð. Knattspyrnan hvetur og gef- ur góð skilyrði til meiri og meiri þroska í hvorttveggju. Hún hef- ir hrifið og náð tökum á fleiri ungum mönnum en allar aðrar útiíþróttir til samans; liún hefir vakið áhuga þeirra fyrir íþrótt- um og íþróttalífi, gefið þeim góða vini og félaga, veitt þeim góða líkamsþjálfun, vakið dug með þeim, djörfung og drengskap. Þess vegna segjum við í dag, á aldarfjórðungs-afmæli Vals: heill þér, góða og göfga knattspyrnu- íþrótt. Við óskum þér, að allir knattspyrnumenn megi ávalt halda merki þínu hátt og vera trúir tilgangi þínum. Jón Sigurðsson.

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.