Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 17
19 11 — 1 9 3 6
VALUR 25 ÁRA
17
Heiðursfélagar.
Séra Friðrik Friðriksson og Valur. Eftir Pál Sigurðsson.
Vart verður Vals minst, án
þess að séra Friðriks Friðriks-
sonar sé um leið getið.
Eg finn vel, að eg er ekki mað-
ur til þess, að geta sr. Fr. Fr.
sem skyldi i sambandi við Knatt-
spyrnufélagið Val. Eg vil þó
reyna að verða við þeim tilmæl-
um Ólafs Sigurðssonar, að skrifa
nokkrar línur, sem að mestu leyti
verða endurminningar frá sumr-
inu 1911.
Endurminningarnar frá úti-
starfi K.F.U.M. það sumar, eru
mér mjög ljúfar. Eins og flestum
er kunnugt, var Valur stofnaður
11. maí 1911.
Þá, snemma um vorið, komu
nokkrir piltar úr félaginu einu
sinni til séra Friðriks, og spurðu
hann, livort þéir mættu stofna
„fótboltafélag“ innan félagsins.
Hann gaf þeim það svar, að þeir
mættu sparka og léika sér að fót-
bolta, ef þeir vildu; en ekki
kvaðst hann sjá annað við þann
leik, en að það væri gott fyrir
pilta að hreyfa sig og halda við
líkamskröf tunum.
Svo var það eitt kvöld, er við
vorum að leik suður á melum,
að séra Friðrik kemur til þess að
horfa á leik okkar og enda æf-
inguna með guðsorði, söng og
bæn, að liann biður um, að mönn-
unum sé raðað upp til atlögu Það
er gert og leikurinn skýrður fyr-
ir hónum. I frá þeirri stundu
lield ég vart, að jafnvel vanur
knattspyrnumaður skilji í raun
og veru betur knattspyrnuiþrótt-
ina en séra Friðrik. Sagan Keppi-
nautar eftir hann ber meðal ann-
ars þess ljósan vott.
Þegar við, byrjuðum æfingar
höfðum við ekkert sérstakt svæði
til þess að æfa okkur á, og var
það dálitið óþægilegt, að okkur
fanst. En brátt var bætt úr þeim
óþægindum.
Séra Friðrik sótti um leyfi til
bæjarstjórnarinnar, að mega
ryðja svæði á Melunum, sem
knattspyrnufélög K.F.U.M. — sem
þá voru orðin tvö — mættu hafa
til fullra afnota svo lengi, sem
bærinn ekki þyrfti á því að
lialda. Leyfið félcst, og nú var
tekið til óspiltra málanna og
unnið kvöld eftir kvöld af miklu
kappi, og ávalt var séra Friðrik
með okkur, þegar liann gat því
við komið, og lá þá ekki á liði
sínu; hann, eins og við hinir,
mokaði mold, rakaði saman möl
og ók henni hurt í lijólhörum.
Svo að lokinni vinnu endaði
liann ávalt daginn með okkur,
með guðsorði, söng og bæn.
Enginn vann með hangandi
hendi, því vinnugleðin var rikj-
andi, enda geklc verkið vel. Svæð-
ið var vígt 6. ágúst; og fanst okk-
ur það vera mikill hátíðisdagur.
Séra Friðrik hélt vígsluræðu,
og hafði fyrir texta: Vakið, stand-
ið stöðugir í trúnni, verið karl-
mannlegir. Alt lijá jrður sé í kær-
leika gjört. I. Kor. 16, 13.
Um þetta leyti var málið lield-
ur slæmt á flestum orðum, sem
snertu knattspyrnuna. Enda fann
séra Friðrik ástæðu til þess að
minnast svo lítið á það i ræðu
sinni, eins og eftirfarandi kafli
úr áminstri ræðu sýnir:
„.... Munið eftir að viðhafa
aldrei orðskrípi. Nefnið markið
mark, en ekki „gull“, sem er af-
bökuð enska, látið aldrei heyrast
orðskrípi eins og t. d. „halfbak“
eða „harðbak“ eða „fullbak“;
Slíkt er ósæmilegt. Þá fremstu 5
nefnum vér frumherja, þá 3 i
næstu röð miðmenn, þá koma
þar fyrir aftan bakverðir, og
markvörður stendur í markinu.
.... Öll mikilmenska, mont og
yfirlæti sé langt frá yður, en hóg-
værð og lítillæti sé prýði og aðal-
merki liinna béstu. Þjónustu-
semi og veglyndi einkenni alla
Frh. á bls. 19.
Guðbjörn Guðmundsson
f r amkvæm d ar s t j óri.
Það er ekkert undarlegt, þó að
Valur liafi frá öndverðu saman-
staðið aðeins af úrvalsmönnum.
Félagið er stofnað innan vébanda
þess félagsskapar, sem mest og
best liefir bætt siðferði og fram-
komu æskulýðs þessa lands, K.F.
U.M. Stofnendurnir eru ekki ein-
liVerjir og einliverjir, sem af til-
viljun voru meðlimir K.F.U.M.
einmitt á þeim tima, sem Valur
var stofnaður. Nei, það voru ein-
mitt þeir, sem með áhuga og stað-
festu sóttu livern fund í UD og
urðu fyrir hvað mestum og best-
um ábrifum þess kærleiks og
bróðuranda, sem ávalt hefir rikt
innan þess félags. Þetta hefir líka
selt sinn blæ á félagslífið og orð-
ið til þess að aðeins bestu menn
liafa haldist þar til lengdar.
Guðbjörn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri var unglingur við
prentnám i Isafoldarprentsmiðju,
er liann kom í K.F.U.M. og kynt-
ist þar félögum sínum, er siðar
stofnuðu með honum knatt-
spyrnufélagið Val. Hann varð
snemma áhugasamur um iþrótt
vora, knattspyrnuna, og fylgdist
með æfingum félagsins af kappi.
Reyndi liann af dugnaði og elju
að komast sem lengst í iþróttinni,
um leið og liann gerði sitt til að
afla þeim félögum fróðleiks um
iþróttina sjálfa og iðkun hennar.
Hann var og um mörg ár í stjórn
félagsins, lengst af ritari. Ber
gjörðabók félagsins ljósan vótt
uni áhuga hans fyrir félaginu og
samviskusemi hans í störfum sín-
um fyrir það, því að á ritaraár-
um hans eru livað nákvæmastar
skýrslur um störf félagsins. Guð-
björn hefir og alla tið siðan, er
hann hætti knattspyrnuiðkunum,
haft mikinn áhuga fyrir Val og
málefnum hans, þó liann hafi
ekki haft aðstöðu til að vera virk-
ur félagi síðan 1922.
Guðbjörn var gerður heiðurs-
félagi í Val á 20 ára afmælis-
fagnaði félagsins 11. maí 1921.
Ó.