Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 20
20
VALUR 25 ÁRA
19 11 — 1 9 3 6
irbúa ferðalag fyrir úrvalsflokk
félag,sins og þá helst til Akur-
eyrar og keppa við knattspyrnu-
félögin þar.
Knaltspyrnufélögin á Akur-
eyri kváðust þess albúin, að taka
á móti Valsungum, er norður
lcæmi og sjá þeim fyrir fríu uppi-
haldi þar. Var nú förin ákveðin,
en æfingasókn varð með ágætum.
Kátir og glaðir og fullir til-
hlökkunar, lögðum við af stað,
áleiðis til Akureyrar, á g.s. ís-
land, að kvöldi hins 14. júní 1927.
Við vorum 18 saman, 14 kapp-
liðar úr 1. aldursflokki Vals, for-
maður félagsins og fararstjóri
Axel Gunnarsson, þjálfari flokks-
ins, Guðm. H. Pétursson prentari
og 2 ungir félagsmenn, er kosið
liöfðu að eyða sumarfrii sínu með
flokknum. Gekk ferðin vel, því
veður var sæmilegt og skemtu
menn sér eftir bestu föngum.
Snemma morguns næsta dag
var komið á Þingeyri. Var það
svo árla morguns, að hinir svefn-
þyngstu mistu af hinni fögru inn-
siglingu. Voru nú allir ræstir út
og haldið í land, því þar var
iþróttavöllur grasi vaxinn, sem
ekki mátti láta ónotaðan, því slík-
ir voru ekki vellir þeir, er við
kæmum til að keppa á, á Akur-
eyri. Stóðst á endum viðdvöJ
skipsins og æfingatími okkar og
Norðurför 1927.
félaginu vex ásmegin, og — úns
allur heimurinn liggur að baki.
Nú er ekki farið gangandi eða
lijólandi. Nei, í hifreiðum, á skip-
um og járnbrautum. Hringinn i
kring um landið, milli landa og
land úr landi. En tilgangurinn er
liinn sami, aðeins fjölþættari og
djúptækari.
Seinni part sumars 1925 er æf-
ingasvæði félagsins tekið af þvi,
því þar á að reisa nýjan og full-
kominn íþróttavöll lianda öllum
bæjarbúum, í stað þess „gamla“,
sem eyðilagðist að mestu í of-
viðri næsta vetur á undan. Féllu
æfingar að mestu niður það, sem
eftir var sumars og byrjuðu ekki
aftur fyr en að talsvert áliðnu
sumri 1926. Varð þetta til þess
að koma lainum mesta glundroða
á æfingar Vals, enda lirakaði æf-
ingasókn svo mjög, að til vand-
ræða horfði.
Stjórn Vals kunni illa slíkum
afturkipp og hugði að, hvað til
bóta mætti verða. Komst hún að
þeirri niðurstöðu, að besta ráðið
til að fá næga og stöðuga æfinga-
sókn, væri sú, að ráðgera og und-
Ferðalög eru Val í blóð borin.
Fyrstu æfingar félagsins, það er
að segja hinar fyrstu reglulegu
æfingar þess, voru sameinaðar
ferðalögum. Á hverjum sunnu-
degi fóru hinir ungu og áhuga-
sömu knattspyrnuiðkendur út úr
bænum, þangað sem hægt var að
finna sléttar flatir til að æfa á
íþrótt þá, sem gripið hafði hugi
þeirra svo föstum tökum. Oft-
ast voru þó farnar stuttar
ferðir, svo sem í Fífuhvamm.
út á Seltjarnarnes og upp á
Kóngsmel, en þess á milli lengra,
t. d. að Lágafelli, í Marardal, í
Hafnarfjörð og víðar.
Þessi ferðalög héldust fyrst
framan, þótt önnur verkefni og
meiri væru í framkvæmd, eins og
t. d. ruðningur „fótboltasvæðis“
á Melunum, og lögðust ekki nið-
ur fyr en dofna tók yfir félags-
lífinu í heild. Eða dofnaði félags-
lífið máske eingöngu af því, að
ferðalög þessi lögðust niður? Ef
til vill, ef til vill ekki. En eitt
er víst, að með lifnandi félagslífi
og fjöri hefjast ferðalögin á ný.
En nú eru tímarnir aðrir. Hin-
ar „stuttu“ ferðir, upp að Kolvið-
arhól, á Hengil og í Marardal eða
austur í Þrastaskóg, fullnægja
ekki lengur hinum ötulu og fram-
gjömu Valsungum eða útþrá
þeirra. Nú skal haldið lengra,
lengra og lengra, eftir því sem
1. flokkur 1927.