Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 23

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 23
1 911 — 1936 VALUR 25 ÁRA 23 Séra Fr. Fr. svaraði fyrir okk- ar hönd og þakkaði hið vírðu- lega boð. Fyrsta kappleik sinn í Dan- mörku kepti Yalur i Kaupmanna- liöfn 24. júlí við K. F. U. M. Bold- klub og sigruðu Danir með 3:1. Rétt er að geta þess, að þetta var í fyrsta sinn sem Valsmenn keptu á grasvelli og munu þau viðbrigði, að koma á grasvöll af malarvelli, ekki hvað síst hafa átt sinn drýgsta þátt í ósigrinum. Að kappleiknum loknum var lialdið veglegt samsæti, þar sem saman var komið fjöldi fólks. Var þar gleði mikil, margar ræð- ur fluttar og mikið sungið. Þess her að minnast, að áður en flokkurinn fór frá Kaupmanna- höfn var lionum boðið út í sum- arbústað Jóns Sveinbjörnson, konungsritara, var okkur fagnað þar framúrskarandi vel, af ó- mældri íslenskri gestrisni. Næsta dag var svo lagt af stað til Odense, en það var næsti á- kvörðunarstaðurinn. Þar voru sömu, lilýju og ágætu móttökurn- ar. Var þar kept 27. júlí og lauk með sigri Vals 6:1. Ennfremur sigraði Valur í Kolding 29. júlí með 5:2 og Fredrikcia 28. júli , 6:2, en tapaði i síðasta kappleikn- um í Silkiborg með 2:1, en þar var kept við styrkt lið. Alls keptu Valsmenn 6 kapp- leiki í Danmörku, sigruðu í 4 og töpuðu 2, skoruðu alls 22 mörk gegn 10. Kappleikarnir voru yfirleitt prúðir og drengilegir. Blaðaum- mæli lofsamleg og hlýleg. Hinn 1. ágúst lögðu svo Valsmenn af stað heimleiðis frá Kaupmanna- höfn með 2 daga viðdvöl í Edin- borg, og komu til Reykjavikur 8. ágúst. Alls hafði þá þessi ánægju- lega ferð staðið yfir í 24 daga. Jón Kristbjörnsson markvörðup Fæddur 19. des. 1911, dáinn af völdum slyss, er hann varð fyrir í úrslita- leik Knattspyrnumóts íslands, 17. júní 1933. Brann úr augum eins og logar æskufjör, en bros á vörum. Sýndi að stilling átti’ hann alla, innri ró í hjarta fróu. Fimur þótti, fremst er mátti fremja leik á velli bleikum. Stinn sem björk hann stóð í marki, stiltur og snar í einu var hann. Fimur að verki varði’ hann markið, viðbragðsharður, orku’ ei sparði; hátt hann stökk og hlífðist ekki, hnöttinn oft því greip á lofti. Fram sig beygði fljótt og lagði fótinn aftur og sparn með krafti, svo frá vörn í sókn með spyrnu sinna rétti’ hann hlut á sléttu. Þótt ár séu síðan við sáum þig síðast, þá lifir minning þín i hugum vor allra. Við minnumst þín, er þú ungur gekst i félag vort, þar sem þú með æskufjöri þínu og glaðværð vanst hugi leikbræðra þinna. Þar sem þú með daglegri umgengni, hæglátri og vingjarnlegri framkomu ávanst þér fjölda vina. Þar sem þú ungur valdir þér vandasama stöðu, sem þú með heiðri og staðfestu gegndir til æfiloka. Við minnumst þin, er þú sém litill drengur varðir mark félags þíns fyrsta sinni. Við minnumst hins óbilandi trausts, er við hárum til þín sem markvarðar, trausts og virð- ingar, er þú með stillingu þinni, snarræði og leikni ávanst þér, ekki að- eins meðal vina þinna og leikbræðra, heldur og meðal allra íþróttamanna annara og áhorfenda. Og loks minnumst við þinnar hinstu og stærstu fórnar. Við minnumst þín sem góðs vinar og afbragðs leikbróður. Blessuð sé minning þín.

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.