Valur 25 ára

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 43

Valur 25 ára - 11.05.1936, Qupperneq 43
1 9 1 1 — 1 9 3 6 VALUIi 25 ÁRA 43 Siðasta kvöldið er okkur hald- ið kveðjusamsæti i sumarhúsi K. F.U.M. i Emdrup, að viðstöddu fjölmenni. Fluttu Danirnir marg- ar ræður Val og íslandi til lofs og dýrðar, sem eg og Sveinn Zoéga svöruðum. Siðasti dagurinn i Kliöfn. Sól- skin og bliða, eins og svo oft áður í þessari ferð. Við erum komnir um borð i „Island“. Á bryggjunni standa hinir dönsku vinir okkar, sem liöfðu fjölment mjög. Um leið og skipið liður frá bryggjunni hyrja liúrrahrópin. Fyrir K.F.U.M.’s Boldklub, fyrir Val, fyrir Kaupmannahöfn, fyrir Reykjavik, fyrir Danmörku, fyr- ir íslandi, og hljómurinn deyr út vegna fjarlægðarinnar. Við vor- um komnir á leiðis heim, hlóm- um skreyttir, frá okkar dönsku K.F.U.M.-vinkonum. Veðrið er svo gott, að við höfð- um varla hugmynd um að við værum á sjó, og var lífið gert skemtilegt með lestri, tafli, kúlu- spili, söng, leikjum o. fl. Um kvöldið sést vitinn á Skaga, — síðasta kveðjan frá Danmörku. Til Færeyja er ekki komið fyr en farið er að skyggja næsta kvöld, svo að ekki er hægt að leika kappleik, því miður. Er dvalið þar i 2 tíma og farið i land. Frá Færeyjum til Vestmannaeyja er oftast þoka og rigning. Þar verð- ur Ásmundur félagi okkar eftir, og var honum gefið kröftugt húrra fyrir samveruna og góða frammistöðu, sem Heimaklettur svo marg endurtók. Um kl. 9 e. h. 11. júlí, er lagst að uppfyllingunni i Reykjavik, eftir að tollverðir höfðu, auðvit- að árangurslaust, leitað i farangr- inum. Þar er tekið á móti okkur af miklum mannfjölda. Opinher- lega var ekki kastað á okkur kveðju, enda ferðuðumst við ekki sem fulltrúar lands og þjóðár. Við fórum á eigin ábyrgð, bæði fjárhagslega og knattspyrnulega. Við sýndum framtak, og bárum sjálfir áhættuna, og þótt Valur hafi ekki í þetta sinn farið neina frægðarför, þá má þó fullyrða, að fari flokkar utan í framtíð- inni og nái ekki verri árangri iþróttalega og menningarlega séð en Valur, þá erum við þó á réttri leið. — Vonandi verður það. Frímann Helgason. FORYSTUMENN. Frh. af bls. 18. spyrnu. Hann lét sér ekki nægja að koma sjálfur heldur fekk hann flesta vini sína til að ganga i fé- lagið með sér; hann bókstaflega sópaði nýjum félögum inn i Val það ár. Varð Jón strax einn aðal sam- verkamaður Axels og urðu þeir mjög samrýmdir og störfuðu manna mest að uppgangi félagsins alt fram til ársins 1932, að þeir urðu báðir að leggja niður starf- semi sína fyrir Val, vegna anna. Öll hin stærri mál er félagið varða á þessum tímum, svo sem norðurförin 1927, utanförin 1931, útgáfa „Keppinauta“ og ótal D&HJnoAlavifiöJL 1931. Blaðaummæli. Kaupmannaliöfn: Eftir að hafa séð leikinn í kveld er eg ekki i neinum vafa um, að knattspyrnan er mun betri, en þegar fyrsta liðið danska kom til Reykjavíkur fyrir 12 árum. Einn- ig sýndu þeir, að þeir sóttu sig í síðari hálfleik er þeir vöndust grasinu, sem þeir voru óvanir, þannig að i síðarihálfleikvoruþeir oft ráðandi i leiknum úti á vell- inum og með svolitilli hepni hefði leikurinn getað endað með jafn- tefli, og það hefði verið það rétt- látasta. Odense: Útkoma leiksins var að gestirn- ir frá sögueyjunni unnu vissan sigur með 6:1, sem var fullkom- lega réttlátur og i raun og veru gat Odenseliðið vel lært af þeim, nefnilega hraða og viljakraft. margt fleira, sem sökum rúm- leysis verður að sleppa. 1 sögu félagsins hafa þessir tveir menn ótvírætt markað stærst spor, alt frá fyrsta ári. Vonandi verður þess ekki langt að biða að saga féalgsins verði skráð, svo að þáttur þessara manna, m. a. komi svo skýrt fram, sem virðing Vals- unga fyrir þeim og starfi þeirra krefst. O. Útgáfu afmælisritsins hafa annast Ól- afur Sigurðsson, Hrólfur Benediktsson og Einar Björnsson. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Valur 25 ára

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.