Melkorka - 01.06.1953, Page 10

Melkorka - 01.06.1953, Page 10
Sumar ú heiðum minni. En þegar móðir mín var að enda við að næla á mig skotthúfuna, kom upp á loft- ið önnur kaupmannsdóttirin, er átti að fermast með okkur þennan dag. Það var Ingileif dóttir Sigurðar Bakkmanns. Hún var komin í hvítan kjól, með slegið hár, er náði næiTÍ ofan í mitti. Hún bauð góðan dag og gleðilega hátíð. Leit hún síðan þegj- andi yfir fermingarsystur sínar og segir svo: „Eru þetta fermingarfötin hennar Jónu, sem hún er komin í?“ ,,Já,“ svarar móðir mín. „Efnin eru nú ekki skárri en þetta hjá okkur.“ Þá segir Ingileif: ,,Mér voru gefin klæðis- peysuföt, sem ég fer ekki í fyrr en ég kem úr kirkjunni. Má ég ekki sækja þau og færa hana í þau?“ Móðir mín tekur því vel. Ingileif sækir svo fötin og allt, sem með þurfti og klæðir mig í. Var ég þá ekki síður klædd en lrinar. Og þó að pilsið væri heldur sítt, fannst mér það ekki gera neitt til. Þá sáust síður ís- lenzku skórnir. Ingileif átti ekki aðra skó en þá, sem liún var á. Svona hefur það ávailt verið um mína daga. Eg hef kynnzt margri góðri sál á leið minni um lífsins dal, er hafa líkzt Ingileif. Þökk sé þeim öllum, er sá góðu sæði. En sæði það, er Ingileif sáði þennan dag, hefur áreiðanlega fest rætur. Mitt var að ávaxta það. Þegar ég kom út úr bænum með móður minni, þennan hvítasunnudag, skein sól í heiði. Allir héldu til kirkju. Það gerðum við líka. Löng var rnessan. Öll urðurn við að lesa upp úr kverinu okkar. Ekki man ég nú, hvað ég las utan þessa grein úr Helgakveri: ,,Guð er algóður. Hann vill öllum skepn- um sínum allt liið bezta, o. s. frv.“ Eg var þreytt, er þessu var lokið. En móð- ir mín þurfti að finna prestinn til þess að borga honum fyrir ferminguna. Við urðum lengi að bíða. Nú þurfti að veita beina öllu fyrirfólkinu, sýslumanninum og kaupmönn- unum, er fermingarbörnin áttu, konum þeirra og börnum. Margt kirkjugesta fór strax á stað. Loks, er móðir mín fékk á- lieyrn, fór ég að sækja hestinn og leggja á hann. Svo beið ég óþolinmóð. Mig langaði að komast á stað. Loks kom móðir mín og ein af vinnukonum staðarins með henni. Bar hún í hendi sér srnurða brauðsneið, og sagði mér að hafa í nesti. Ég tók við, því að ég var orðin svöng frá því um morguninn og nú komið undir kvöld. En mér hefði ver- ið skapi næst að senda sneiðina aftur inn eða gefa liana hundum. Svo leið var ég orð- in á biðinni, enda flestir farnir fyrir löngu og sumir sjálfsagt komnir heim til sín. Móðir mín settist á bak hestinum, en ég lallaði með í vaðmálskjólnum mínum, með steinbítsroðsskóna á fótunum. Þegar við komumst út fyrir Hafnarmúlann, var kom- ið kvöld. Móður mína langaði fram að Hnjóti að sjá litla Bjarna og hafði ég ekki á rnóti því. Við fórum því þangað og gistum þar um nóttina. Næsta dag lögðum við á stað fyrir hádegi. Um klukkan þrjú vorum við komnar þar, sem vegurinn lá meðfram Kollsvíkinni. Ég furðaði mig á því að sjá hvergi kind á beit. En er heim kom, sáum við hvers kyns var. Allt féð var í rétt. Höfðu vermenn rokið í það um morguninn að smala til þess að marka lömbin og taka af fénu, því að ekki var róið til fiskjar á annan í hvítasunnu. Við héldum til bæjar. Tengda- systir mín var í baðstofu og sat undir barni á fyrsta ári. Við heilsuðum henni. Hún tók kveðju okkar fremur dauflega. Hefur henni 42 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.