Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.06.1953, Blaðsíða 19
Nýjungar í heimilisprýði Eftir Málfriði Einarsdóttur Náttúrusmiðurinn gerði það einu sinni sér til gamans að búa til kynjadýr sem skriðu á landi og átu grængresi og lauf í því- líkri ógengd að þau belgdust út og vógu rnörg tonn. Ljótleiki þeirra var ferlegur og þau drápust öll í einu og voru þó dreifð um allan hnöttinn og margar tegundir, halda sumir að þau hafi drepizt úr heimsku, en aðrir að hlýnað liafi á hnettinum og það hafi þau ekki þolað. A stríðsárunum hljóp álíka hagkvæmur vöxtur í ýmsa hluti á íslandi, bækur urðu að háknum sem ill haldandi er á, einnig þykknaði í þeim lesmálið, íbúðir urðu margfallt stærri en áður, stólar og sófar fengu snið sem hefur verið kennt við mammútinn, alfóðruð, þykk og þung, tré- verkið einnig viðamikið, gljáfægt og útskor- ið, en seturnar dúnmjúkar, sóf’ar þessir hefðu verið réttnefndir sökkvabekkir og það þurfti átak til að rykkja sér upp úr þeim. Nú vill enginn eiga þessi óskapnaðarvið- undur af húsgögnum, og þeir sem sitja uppi með þetta eru óánægðir gizka ég á og langar til að fá sér hið nýja. Hið nýja er til sýnis hérna í Listiðnaðar- safnhúsinu í Breiðgötu: Stólar frá ýmsum löndum, ofin tjöld og dúkar, skartgripir, silfurmunir og leirker og margt af hinu síð- arnefnda danskt. Fegurstur af stólunum held ég mér þyki ítalskur stóll með mjóu baki og háu en lautir tvær í setunni sín fyr- ir hvorn þjóhnapp, viðinn hefur listamað- urinn sveigt í hendi sér svo að fóturinn er úr eintrjáningi og bakið. Þarna eru finnskir stólar og seturnar flestar úr brugðnum gjörðum, þá er hægindastóll frá Svíþjóð og setan fléttuð úr leðurólum. Þarna eru stólar úr stáli og brugðið í snærurn svo að úr verð- ur bak og seta. Þarna eru lág borð og löng, kringlótt borð með glerplötu og borðið og stóllinn sem taka má sundur og stinga ofan í skjalatösku og bera með sér hvert sem er. í stuttu máli: dagstofan og borðstofan eru að taka hamskiptum, þær eru ekki frarnar þunglamaleg eilífðar........óbreytanleg, ekki skrautsýning þar sem rósaverki er hlað- ið á rósaverk ofan, heldur virðist stefna að því að búslóðin verði svo létt í vöfum að henni megi hola niður í töskur og bera út í skóg og slá þar upp skyndiheimili og mun þetta verða mikið iðkað í framtíðinni þegar vinnuþrældómnum verður aflétt og flestir liafa óþrjótandi tíma til að leika sér; fólkið orðið leitt á sjónvarpi, kvikmyndum og þvaðri og æskir sér einskis framar en að mega liggja í grasi og horfa á skóg, hvernig lauf kvika og birtan glitrar liann, eða fjöll og jökla, hvernig þau roðna eða blána. í æsku minni voru borð til að sitja við, lesa við og vinna við og matast við, en þar var líka á heimilinu borð, ef borð skyldi kalla, til einskis nýtt nema ef vera skyldi til að sitja við. Á því var dúkur og dúkur ofan á þeim dúk, skál og gott ef ekki önnur skál ofan í þeirri skál. Svona var hvar sem komið var í stofu í þann tíma og líklega má enn sjá slíka uppstillingu hér og þar hjá hinum eldri húsfreyjum, en nú eru borð notuð, og litlu dúkbleðlarnir, sem tóku við af hinum viðameiri dúkum, eru einnig að hverfa. Hlutverk þeirra átti að vera að hlífa borð- inu við rispum undan skálum og kerjum. Af borðskrautinu, ljósmyndum í umgerð, melkorka 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.