Melkorka - 01.06.1953, Qupperneq 22
Eno-inn vill verða of feitur
o
Þarfnast feitt fólk ekki eins mikillar nær-
ingar og grannvaxið fólk? Verulegur hluti
af næringunni fer til þess að halda líkams-
hitanum við svo að liann sé jafn ætíð, en
feitir menn liafa fitulag undir höndunum
sem heldur líkamanum heitum og þarfnast
þeir ekki eins mikils til að halda líkamshit-
anum við og hinir mögru. Þeir sem eru
grannholda mega því leyfa sér að borða
langtum meira en ella. Sumum er svo farið
að þeir hafa tregari efnaskipti en almennt
er, brennslan er hægari og þeir þarfnast
minni næringar. Þeim er gjarnt til offitu.
Ef mikið kveður að þessu getur það valdið
sjúklegri offitu. En hjá allmörgum konum
eru efnaskiptin rétt mátulega treg til þess að
þeim hættir til að fitna. Þetta fólk þarf ein-
mitt að gæta þess að borða ekki fitandi mat.
Og auk þess er vert að muna að það er um-
fram allt ofát og hreyfingarleysi sem offit-
unni valda. En sé þess gætt að borða það
sem líkamanum er nauðsynlegt til heilsu og
þrifa, en það forðazt sem feitur líkami lief-
ur nægar birgðir af, hlýtur holdafarið að
batna.
Varizt að borða íleiri hitaeiningar en þörí er á
Með orðinu hitaeining er átt við það
hitamagn er framleiðist í líkamanum er
næringin brennur þar. Næringargildi eða
magn hitaeiningar hinna ýmsu fæðuteg-
unda hefur verið mælt. Ef við fáum í fæð-
unni fleiri hitaeiningar en við þörfnumst
hlýzt af því offita. Ef við eigum að gera okk-
ur vonir um árangur af tilraun til megrun-
ar, er ráð að telja ofan í sig hitaeiningarnar
og hafa þær færri en hæfilegt þykir lianda
Jieilbrigðum.
Þá reynum við að finna hve margar hita-
einingar líkaminn þarfnast daglega og er þá
ekki miðað við þyngdina eins og hún er,
heldur eðlilega þyngd. Til þess að léttast
verðum við að borða 500—1000 hitaeining-
um minna daglega en annars mundi.
11,5 gr. af feiti eru 100 hitaeiningar. Ef
við borðum 1000 hitaeiningum minna dag
hvern en við þörfnumst, verður að taka þær
af birgðum líkamans, en við það hlýtur
hann að léttast um 100 gr. daglega eða 800
gr. á viku og er liér miðað við menn sem
hafa eðlilega ör efnaskipti.
Til þess að finna hve margra hitaeininga
líkaminn þarfnast daglega verðum við að
margfalda þyngdina með 35 því líkaminn
þarfnast 35 lntaeininga fyrir hvert kg. Eull-
orðin kona er vegur 62 kg. þarfnast 2200
hitaeininga ef hún vinnur í sæti sínu en
vinni hún innanhúss. í verksmiðju eða ann-
að álíka þarfnast hún 44 hitaeininga á kg.
og verða það 2740 hitaeiningar á degi hverj-
um.
Hvað eigum við að borða?
Fleira er þó, sem gæta skal. Það þarf að
gæta þess að líkaminn fái öll efni sem hann
þarfnast. Hér skal þó minnzt á tvennt sem
vert er að varast. í tveimur sneiðum af
brauði með ítölsku salati eru 600 hitaein-
ingar en í tveimur sneiðum smurðum með
nautasteik aðeins 240 hitaeiningar. í einum
bolla af súkkulaði með rjóma eru 500 hita-
einingar og í einni rjómaköku 200 hitaein-
ingar eða jafnmikið og í einum bauta.
Þá er rétt að geta um fleiri fæðutegundir
sem hafa margar hitaeiningar miðað við
þyngd, fyrst af þeim má telja súkkulaði. í
einum mola af konfekti eru 100 hitaeining-
ar. Sæt vín, svo sem h'kjör, eru ákaflega fit-
54
MELKORKA