Melkorka - 01.06.1957, Síða 4

Melkorka - 01.06.1957, Síða 4
NANNA ÓLAFSDÓTTIR: Fæðingin er sársaukalítil Rœtt við prjdr mœður Á undanförnum árum hefur verið talað um þjáningarlausar barnsfæðingar, sem konur geti tileinkað sér með afslöppunar- æfingum. Að tala um þjáningarlausar fæð- ingar mun ofílagt, en þegar bezt tekst til mun konum finnast að engar þjáningar fylgi samanborið við fæðingu án afslöppun- ar. Upphafsmaður þessarar aðferðar var brezkur læknir að nafni Grantley Dick-Read. Hann tók eftir því, að konum, sem voru ró- legar gekk miklu betur að fæða en hinum, sem voru taugaæstar. Hann fór þá að kynna sér hvernig ástandið væri með fiumstæðum þjóðum og niðurstaðan varð sú, að liann taldi konur menningarþjóðfélaganna svo- kölluðu þola meiri þjáningar við barnsfæð- ingar en konur hinna frumstæðari þjóðfé- laga. í fáum orðum sagt, hann kenndi menn- ingunni um hvernig komið væri. Þannig hóf hann að leita hinna dýpri raka til þess- arar breytingar og rak sig þá á hvíldarleysi og taugaspennu, sem óhjákvæmilega fylgir háþróuðu nútíma þjóðfélagi. Hér varð því að reyna að ráða bót á og hann kom sér niður á afslöppunar- og öndunaræfingar samfara fræðslu um fæð'inguna og vann þannig gegn ótta og kvíða konunnar fyrir fæðingunni og konurnar fengu mjög nauð- synlega hvíld meðan á meðgöngutímanum stóð. Til marks um það, að þessi aðferð er talin koma að haldi er það, að danski Ijós- mæðraskólinn hefur fasta kennslu í henni, en skólinn er í sambandi við fæðingar- og kvensjúkdómadeild Ríkisspítalans danska. Hér á landi hefur a. m. k. ein ljósmóðir, frú Hulda Jensdóttir í Hafnafirði, kynnt sér þessa aðferð. Byrjaði hún að kenna af- slöppunaræfingar fyrir tæpum tveim árurn og er nú talsverð reynsla fengin í þessum efnum hér í bæ og í Hafnarfirði. Það mun mega fullyrða, að æfingarnar hjálpa öllum konum, en eins og gefur að skilja er nokk- uð mismunandi hve vel tekst, og kemur þá margt til greina. Þrátt fyrir alla tækni hefur enn ekki fundizt önnur aðferð til að létta konum fæðingar en umræddar afslöppunar- og öndunaræfingar. Ég sneri mér til þriggja kvenna, sem nokkra reynslu hafa af þessum æfingum fyr- ir barnsburð, fyrst frú Þórdisar Tryggva- dóttur, Suðurgötu 8B, en hún eignaðist sitt 3. barn fyrir nokkrum vikum. ..Þekktir þú reynslu annarra kvenna aj afslöppunarœfingum, þegar þér datt í hug að byrja á þeimV' „Ja, ég hafði heyrt um eina konu aðeins, og að hún væri mjög hrifin af árangrinum af æfingunum. Síðan veit ég, að þær eru orðnar fjölmargar." ,,Þá fórst þú af staðV’ „Já, og sá ekki eftir því. Ég get ekki þakk- að það öðru en þessum æfingum hve mér gekk vel með þetta 3. barn, sem var 17 marka drengur og langstærsta barn mitt. Hin tvö átti ég án þess að nota áður æfingar og gekk sæmilega vel að fæða bæði, þó lá ég alveg hálfan sólarhring án þess að geta stig- ið í fæturna og mér fannst ég kveljast óskap- lega seinustu 6 klukkustundirnar a. m. k., í bæði skiptin — og bjóst við hinu sama í þetta skipti líka.“ „Hvenær um mcðgöngutimann eiga þess- ar œfingar að byrja?“ 36 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.