Melkorka - 01.06.1957, Page 10
um við alveg blind. Við bjuggum í smá
kofa sem var vatnslaus og ljóslaus, við þræl-
uðum allan daginn og höfðum þó naum-
ast ofan í okkur. En nú sjáið þið þetta ágæta
hús og það sem við eigum hér inni. Við
iiöfum getað menntað börn okkar. Dóttir
okkar er tannlæknir. Nú líður okkur ágæt-
lega bætti hún við.
Konan bað okkur nú að koma með sér út á
hlað, hún kvaðst ætla að sýna okkur bökun-
arofninn sinn. En bökunarofninn var hola
niður í jörðina um 11/£ m að dýpt og tæpur
metri að þvermáli. Veggir holunnar voru
hlaðnir hellusteini en eldur var kyntur í
botni. Síðan sýndi ln'in okkur sporöskju-
lagaðan púða úr hvítum striga. Hún sagðist
láta útflatt deig á púðann og síðan þrýsta
lionum á málmplötu sem er látinn yfir ofn-
inn. Við höfðum orð á því að þessi baksturs
aðferð iilyti að vera erfið og spurðum hvort
það væri ekki óþægilegt að liggja á hnján-
um við baksturinn, en gamla konan sagðist
ekki fyrir nokkurn mun vilja missa ofninn
sinn. Við borðuðum oft brauð sem þannig
voru bökuð, þá daga sem við dvöldum í
Erevan. Þau eru lík á bragðið og íslenzkt
fiatbrauð, en nálægt fjórum sinnum stærri
urn sig og töluvert þynnri.
Nú var förinni haldið áfram að heimiH
bústjórans. Úr bílnum sáum við til beggja
handa bómullar- og hveitiakra. Þegar kom-
ið var að melónuakrinum var numið staðar
og okkur boðið að skoða hann og fá okkur
melónu. Þarna uxu gríðarstórar vatnsmel-
ónur grænröndóttar að utan og bleikar að
innan. Ég sleit upp eina heljar stóra mel-
ónu og komst með hana alla leið heim.
Tólf manns borðuðu af henni og var Jró
afgangur.
Loks komurn við að liúsi bústjórans og
tók kona lians á móti okkur með þessum
orðum: Hús jtetta er ykkar hús. Var okkur
sagt að slíkt ávarp væri armensk kurteisi
og þýddi að við ættum að láta eins og við
værum heima hjá okkur. Síðan var okkur
sýnt húsið sem var töluvert stærra en hús
gömlu hjónanna. Þarna voru þrjú herbergi
á hæð og eldhús og geymsla í kjallara. Við
komum meðal annars inn í svefnherbergi
hjónanna og var það stórt og bjart. Yfir
rúmunum voru livít gobelin teppi og ofan á
þeim tveir stórir og þykkir koddar og hand-
saumaður Ijósadúkur yfir hvorum kodda.
Þessi rúmbúnaður var allstaðar á rúmum í
Sovétríkjunum þar sem við komum og þótti
okkur hann mjög fallegur.
Er okkur hafði verið sýnt húsið leiddi
húsfreyja okkur að veizluborði, sem var
íslenzka sendinejndin með
armenskum gestgjöfum
d samyrkjubúi.
4?
MELKORKA